fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Stórtónleikar til styrktar BUGL – Hlustið til góðs

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Thorlacius, Guðni Th. Jóhannesson og Helgi Björnsson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi hélt sína árlegu Stórtónleika í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. nóvember síðastliðinn, til styrktar BUGL og líknarsjóði Fjörgynjar. Tónleikarnir í ár voru þeir fimmtándu.

Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar komu fram og gáfu allir vinnu sína. Þeir voru Ari Eldjárn, Dísella Lárusdóttir og Gissur Páll Gissurarson, Greta Salóme, Geir Ólafs, Guðrún Árný Karlsdóttir, Helgi Björnsson, Raggi Bjarna, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigga Beinteins og Vox Populi kór ungs fólks og stjórnandi hans Hilmar Örn Agnarsson. Undirleikarar voru Jónas Þórir, Matthías Stefánsson og Þorgeir Ástvaldson.  Kynnir kvöldsins var Gísli Einarsson.

Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

Ágóðinn af styrktartónleikunum í þessi fimmtán ár hefur meðal annars runnið til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL.  Árið 2011 afhenti klúbburinn BUGL  tvær bifreiðar til eignar ásamt rekstrarkostnaði.  Fyrir tveimur árum voru bifreiðarnar síðan endurnýjaðar og rekstarkostnaðurinn fylgdi með.  Þær eru margoft búnar að sanna gildi sitt og eru mikilvægur hlekkur í meðferðarstarfi BUGL, sérstaklega vegna aukinnar áherslu á  vettvangsþjónustu og samvinnu við aðila í nærumhverfi.

Geir Ólafs og Vilhjálmur Guðjónsson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

Legudeild BUGL hefur til umráða aðra bifreiðina sem er níu manna og er notuð til ýmissa vettvangsferða með börnin og unglingana. Legudeildin hefur jafnframt á þessu ári aukið vettvangsþjónustu sína og vinnur mun meira í nærumhverfi barnanna en áður.  Göngudeild BUGL hefur haft  hina bifreiðina til afnota fyrir vettvangsþjónustu en þá fara meðferðaraðilar í nærumhverfi barns, á heimili, stundum í skóla og  sinna ráðgjöf og meðferð.  Auk þess hefur klúbburinn gefið BUGL ýmsan tæknibúnað og tæki til að styðja við starfsemi þeirra.

Einar Þórðarson formaður tónleikanefndar Lionsklúbbsins Fjörgynjar býður gesti velkomna. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Ari Eldjárn fór á kostum. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

Þessir tónleikar eru orðnir fastur liður hjá mörgum tónleikagestum og flytjendum. Ávallt hefur myndast góð og afslöppuð stemning þar sem gestir hlusta á frábæra listamenn og um leið styrkja þeir mjög þarft málefni.  Eftirfarandi var haft eftir einum tónleikagesti: „Atriðin voru afbragðsgóð og vel valin. Það var hins vegar andinn í salnum sem rak smiðshöggið á stórkostlegt kvöld. Það var svo létt og notaleg og persónuleg stemning – sem ég tel að þið skapið með góðum undirbúningi, skipulagi og nærveru. Það var sú tilfinning sem gerði kvöldið einstaklega eftirminnilegt. Þetta vorum við hjónin algjörlega sammála um.“

Sigríður Beinteinsdóttir og Jónas Þórir Þórisson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

Félagar í Lionsklúbbnum Fjörgyn þakka öllum þeim sem lögðu þeim lið í þessu verkefni fyrir stuðninginn, þar á meðal listamenn, styrktaraðilar og tónleikagestir.

Helga Ragnheiður Jónsdóttir, Gissur Páll Gissurarsom, Bergljót Jóhannsdóttir og Gísli Einarsson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

geMynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Matthías Stefánsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Guðrún Árný Karlsdóttir. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Vox Populi kór ungs fólks og stjórnandi hans Hilmar Örn Agnarsson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Dísella Lárusdóttir og Gissur Páll Gissurarson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Ari Eldjárn. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Tónleikagestir veltast um af hlátri yfir uppistandi Ara Eldjárn. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Raggi Bjarna fékk Guðna Th. upp á svið með sér og tóku þeir saman lagið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Gísli Einarsson kynnir. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Greta Salóme. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Jónas Þórir Þórisson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Greta Salóme fékk tónleikagesti til að syngja með. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Stefán Már Magnússon og Helgi Björnsson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Guðmundur Helgi Gunnarsson, Einar Þórðarson, Guðni Th. Jóhannesson, Vigfús Þór Árnason, Gísli Einarsson og Guðrún Hulda Pálmadóttir. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu
433
Fyrir 5 klukkutímum

Viss um að þetta sé leikmaðurinn sem kemur Arsenal yfir línuna

Viss um að þetta sé leikmaðurinn sem kemur Arsenal yfir línuna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal gæti barist við Nottingham Forest í glugganum

Arsenal gæti barist við Nottingham Forest í glugganum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“