fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024

Hvernig elskhugi ertu – Sætisvalið getur sagt til um það

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt sem maður gerir hefur þýðingu, stundum ómeðvitað. Hver hefði trúað því að sætið sem þú velur barnum myndi segja til um hvernig elskhugi þú ert.

Veldu þér sæti samkvæmt myndinni og lestu svo hér fyrir neðan.

Sæti A: Þú ert sanngjarn elskhugi

Þú veist hvers virði þú ert og þess vegna trúir þú því að samband þitt muni ganga upp. Þú ert alltaf brosandi, jákvæður og umkringdur vinum. Þú gerir einfaldlega alla í kringum þig hamingjusama. Hins vegar, vegna þess að þú veist hversu mikils virði þú ert, býst þú við miklu af samböndum þínum. En mundu, þú getur ekki búist við því að þú getir breytt lífi þínu í ævintýri.

Annars vegar þráir þú eftir ástríðu meira en nokkuð annað, en hins vegar viltu vera frjáls. Þú lendir stundum mitt á milli þessara tveggja tilfinninga sem þú hefur. Þegar þú færð ekki allt sem þú heldur að þú eigir skilið, þá verður þú reiður. En mundu að enginn getur lesið hugsanir þínar. Og þú getur ekki búist við því að sambandið muni ekki staðna.

Sæti B: Þú ert góður og hugulsamur elskhugi

Þegar þú ert í sambandi þá ertu alltaf með „ástargleraugun“ á. Þegar þú verður ástfanginn af einhverjum, þá verð þú öllum tíma þínum og orku fyrir þann einstakling. Þú ert táknmynd sannrar ástar. Þú ert mjög næmur gagnvart öðrum. Það er eins og þú sért fæddur með þá næmni í miklum mæli. Þú hjálpar nánast öðrum meira en þú myndir hjálpa þér sjálfum.

Þú hjálpar jafnvel fólki þegar þú ert þeim reiður. Brosið á andliti fólks þegar þú hefur hjálpað þeim er nóg til að gera þig ánægðan. Þú finnur á þér þegar einhver þarf á hjálp að halda og þú hikar aldrei þegar einhver þarfnast hjálpar. Stundum finnst þér slæmt að þú verður alltaf að vera sá sem gerir málamiðlanir. En þú kemst fljótt yfir það og heldur áfram. Skapaðu ást, ekki stríð!

Sæti C: Þú ert ástríðufullur og trúr elskhugi

Þú ert manneskjan sem allir treysta á. Þú kannt ekki að ljúga, en þú kannt heldur ekki að greina lygi. Það er þess vegna sem þú ert oft svekktur þegar einhver lýgur að þér og þú skilur ekki af hverju þeir ljúga. Almennt ertu mjög góður, umhyggjusamur, vinnusamur og umfram allt áreiðanlegur félagi.Af því að þú veist ekki hvernig á að greina lygar, áttu erfitt með að treysta.

Þegar þú verður ástfanginn ertu mjög varkár. Það er vegna þess að þú veist hversu mikið það getur skaðað þegar einhver er ótrúr. En þegar þú finnur sanna ást, muntu opna hjarta þitt og elska viðkomandi „til tunglsins og til baka.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fullyrða að Damir muni moka peningum í Singapúr – Þetta er upphæðin sem talað er um

Fullyrða að Damir muni moka peningum í Singapúr – Þetta er upphæðin sem talað er um
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Hvað á það á heita? – Nafnaþráðurinn sem sló í gegn á netinu

Hvað á það á heita? – Nafnaþráðurinn sem sló í gegn á netinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jörgen varð óvænt hetja íslenskra kvenna – „Hvaða snillingur er þetta?“

Jörgen varð óvænt hetja íslenskra kvenna – „Hvaða snillingur er þetta?“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lýsa yfir andstyggð á framgöngu Bakkavararbræðra – Greiddu sér 28 milljarða í arð á meðan starfsfólk á ekki fyrir mat

Lýsa yfir andstyggð á framgöngu Bakkavararbræðra – Greiddu sér 28 milljarða í arð á meðan starfsfólk á ekki fyrir mat

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.