O´Brien hefur sjálf átt í erfiðleikum með að koma sér í ræktargírinn í mörg ár og segir að hluta af því megi rekja til þess að hún hefur aldrei fengið æfingafatnað í sinni stærð. „Bara það atriði getur verið mikil hindrun fyrir konur í yfirstærð til að fara að hreyfa sig.“
Myndaserían með O´Brien vakti mikla athygli og fékk fjölda læka, en eis og allt voru ekki allir sáttir eða kurteisir í athugasemdum.
„Þetta er ógeðslegt, þú ert að láta offitu líta út fyrir að vera eitthvað sem er af hiu góða. Feitt fólk ætti að skammast sín fyrir að vera feitt, ekki stolt.“
Áður en O´Brien var búin að svara fyrir þá var Academy Sports and Outdoors búið að því. „Hæ James, við hér í Academy teljum að allar konur eigi að hafa sömu möguleika til að njóta íþrótta og útivistar. Þess vegna munum við halda áfram að vera með fyrirsætur aí öllum líkamsstærðum og gerðum. Við erum öll ólík, en aðgengi okkar að hreyfingu ætti ekki að vera það.“
O´Brien lét þetta þó ekki verulega á sig fá. „Ég er búin að bíða í 25 ár eftir að geta hreyft mig. Næstu 25 árum ætla ég að verja í að hjálpa fólki í öllum líkamsstærðum til að sjá kosti þess að hreyfa sig meira.“