fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Lýstu upp myrkrið – Bréfin þín geta bjargað lífi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Herferð Amnesty International, Bréf til bjargar lífi, stendur yfir dagana 1. – 15. desember næstkomandi.

Bréf til bjargar lífi er stærsti mannréttindaviðburður heims og fer fram samtímis í fjölmörgum löndum víða um heim. Allir geta tekið þátt og skrifað undir 10 áríðandi mál þar sem brotið hefur verið á mannréttindum einstaklinga og hópa sem sæta mannréttindabrotum og þrýsta um leið á stjórnvöld að láta af mannréttindabrotum.

Markmiðið er að safna eins mörgum undirskriftum og hægt er. Skrifaðu undir og gefðu vonarljós í líf þeirra sem mega þola mannréttindabrot. Skrifa má undir á vefsíðu Amnesty.

Í tengslum við herferðina mun einstök upplifun, Lýstu upp myrkrið, standa yfir í fimm daga, 1. – 5. desember frá kl. 17 – 22 við Hallgrímskirkju.

Lýstu upp myrkrið er líklega stærsta gagnvirka ljósainnsetning sem sett hefur verið upp á Íslandi. Gestir geta tekið þátt í ljósainnsetningunni með því að skrifa undir málin á spjaldtölvu og um leið lýst upp stórt kerti sem varpað er á Hallgrímskirkju. Saman geta þátttakendur lagt sitt af mörkum til að halda loganum lifandi auk þess sem undirskrift þeirra verður hluti af sjónarspilinu.

Komdu og upplifðu hvernig þú getur lýst upp myrkrið í lífi þeirra sem mega þola skelfilegt óréttlæti. Taktu þátt og haltu loganum í innsetningunni lifandi.

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: ÍA fékk skell gegn botnliðinu

Besta deildin: ÍA fékk skell gegn botnliðinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sverrir staðfestur sem leikmaður Panathinaikos

Sverrir staðfestur sem leikmaður Panathinaikos
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta brottför hans frá Arsenal

Staðfesta brottför hans frá Arsenal
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.