Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra, varð til árið 2005 fyrir tilstilli nokkurra einstaklinga. Starfsemin hefur vaxið með árunum, og skjólstæðingum og verkefnum fjölgað.
Laugardaginn 2. desember næstkomandi fer Ljósafossgangan niður Esjuna undir styrkri stjórn Þorsteins Jakobssonar, sem er mikill vinur Ljóssins. Með göngunni vill Ljósið vekja athygli á því mikilvæga starfi sem fram fer í Ljósinu endurhæfingu fyrir bæði krabbameinsgreinda og fjölskyldur þeirra.
Frekari upplýsingar um gönguna og Ljósið má finna á heimasíðu Ljóssins.
Fjallað var nánar um Ljósið í DV í sumar þegar maraþon Íslandsbanka fór fram.