fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025

„Hann ráfaði um ljúfsárar stundir vímaður varð hann þar undir“ – Nýtt magnað ljóð frá Tamar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. nóvember 2017 12:00

Mynd: Jón Steinar Sæmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Jón Steinar Sæmundsson

Sjómaðurinn og þriggja barna faðirinn, Mikael Tamar Elíasson, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum fyrir ljóð sín. Nýjasta ljóð hans fjallar um baráttu fíkilsins.

Í depurð varð fíkillinn virkur
hann gróf upp sitt helsjúka myrkur
hann ýtti á forboðinn rofa
og grét þar sem englarnir sofa

Hann ráfaði um ljúfsárar stundir
vímaður varð hann þar undir
deyfðin hún bjargaði honum
frá hrýmköldum stöðnuðum vonum

Hann ásinn með loforðin reykti
restarnar tók hann og sleikti
hann hallaði höfðinu aftur
dofinn varð orðvana kjaftur

Með hyldýpisþungann á limnum
faðir vor ert þú á himnum
hann fann hvernig hönd fór að síga
Í hvor vímuna ætti hann að stíga

Sjálfur hann þurfti ekki að velja
þær báðar vildu hann kvelja
með steðja og sigð vildu lauma
í nautnina laskaða drauma

Englarnir sveimuðu heftir
hjá honum þar til ekkert var eftir
Svo grétu þeir vanga við vanga
er hann sofnaði svefninum langa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölnir staðfestir að Gunnar taki við af Úlfi sem var rekinn

Fjölnir staðfestir að Gunnar taki við af Úlfi sem var rekinn
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Magnús Kjartan sigraðist á hvítblæði og gefur út nýtt lag

Magnús Kjartan sigraðist á hvítblæði og gefur út nýtt lag
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birkir skrifaði undir í dag

Birkir skrifaði undir í dag

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.