fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Valli í 24 Iceland – „Allt sem ég geri hefur gengið betur eftir að dóttir mín fæddist“

Elka Long
Laugardaginn 25. nóvember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valþór Örn Sverrisson elskar úr og segist úra perri, enda fékk hann snemma áhuga á úrum þegar hann aðstoðaði úrsmiðinn afa sinn í verslun hans. Valli, eins og hann er jafnan kallaður, lítur á úr frekar sem skart og hannar hann í dag úr í eigin fyrirtæki, 24 Iceland, en úrin hans eru gríðarlega vinsæl og hafa verið meðal vinsælustu gjafa síðustu ár.  Valli er líka snappari með stóran fylgjendahóp og einstæður faðir þriggja ára dóttur, sem hann segir sína bestu klappstýru og hafa komið sér á þann stað sem hann er í dag. Framundan hjá Valla er að sinna báðum börnunum sem best, dótturinni og fyrirtækinu, og sjá þau vaxa og dafna.

Elka Long, pistlahöfundur á Bleikt hitti Valla á Hamborgarafabrikkunni og tók hann í viðtal. Hún gat ekki annað en brosað þegar hann bað hana að hitta sig þar enda sést hann oft og iðjulega á snappinu sínu úti að borða og það oft á dag.

Valli sótti hugmyndina að stofnun 24 Iceland ekki langt, afi hans var úrsmiður auk móðurbræðra hans og sjálfur elskar hann úr. „Ég er svona úra perri. Ég elska úr, en í dag eru þau þannig að maður kíkir eiginlega bara á símann sinn til að vita hvað klukkan er, úr eru eiginlega skart frekar eða það finnst mér allavega,“ segir Valli.

„Afi minn heitinn sem var líka góður vinur minn var úrsmiður, Hermann Jónsson og var hann með verslun í Veltusundi, sem hann rak í 45 ár. Ég hjálpaði honum oft og síðan þegar hann lést þá hjálpaði ég ömmu minni að loka búðinni. Það eru næstum allir í kringum mig úrsmiðir eins og til dæmis bræður mömmu minnar. Ég er samt ekki úrsmiður sjálfur, en hanna öll úrin mín og svo erum við að sjálfsögðu með úrsmið í vinnu hjá okkur.“

Snapchat setur ákveðna pressu á mann

Valli byrjaði eins og flestir sem byrja á Snapchat (vallisverris) með snöpp sem voru fyrir vini og fylgjendahópurinn var ekkert stór.  „Ég byrjaði að snappa þegar Snapchat kom fyrst held ég bara en ég hef alltaf bara verið með 300 vini. Svo var ég með einhverja kúk og piss brandara og fullt af liði fór að senda snappið mitt áfram, en svo þegar ég var úti á Tenerife þá gaf Karen Hrund snappari mér shout-out og annar stór snappari og þá aðallega af því að ég var eitthvað að fíflast og vera fyndinn með litlu dóttur minni og þá fékk ég 2000 nýja vini á held ég innan við sólarhring,“ segir Valli,

Fylgjendahópurinn hefur stækkað og sérstaklega í kjölfarið á velgengni 24 Iceland. Valli segir það mjög skemmtilegt, en um leið setja ákveðna pressu á hann að þurfa alltaf að snappa einhverju. „Ég til dæmis  fer í þennan gír að hugsa: „Æj ég er ekki búinn að snappa neitt í dag.““

„Svo er líka annað með þetta snapp, það er ekkert endilega erfitt að setja inn eina mynd eða segja hvað maður er að gera, en í kjölfarið fæ ég auðvitað alltaf spurningar eins og til dæmis: „Hvað ertu að gera á Fabrikkunni? Hvar ertu að fara í klippingu,“ og fleira í þeim dúr og mesta vinnan fer í að svara öllum. Mér finnst það samt ekkert leiðinlegt og eiginlega bara mjög gaman, en ég er samt ekkert stór snappari miðað við alla þessa snappara, heldur meira bara að dúllast eitthvað.“

Einhleypur vinnualki og einstæður faðir

„Þetta er einfalt, ég er bara single og líður reyndar mjög vel einum. Ég er líka að vinna ógeðslega mikið þannig að ég er ekkert með allar klær úti að leita að ástinni,“ segir Valli og brosir.

„Ég á þriggja og hálfs árs stelpu sem heitir Sigurrós Nadía og við erum bestu vinir. Ég og barnsmóðir mín erum með sameiginlegt forræði þannig að hún býr í viku hjá mömmu sinni og viku hjá mér. Ég fæ oft spurningar um hvort ég sé einstæður faðir og hvort hún sé alltaf hjá mér. Auðvitað lítur það kannski svolítið þannig út þar sem ég er mjög virkur á snappinu þegar ég er með hana. Ég er heppnasti maður í heimi að hafa eignast dóttur mína og meira að segja held ég að fyrirtækið mitt væri ekki einu sinni jafn vel stætt ef ég hefði ekki eignast hana þar sem hún er mikið pepp og heldur manni alveg á mottunni.“

„Maður hugsar líka bara öðruvísi við að eignast barn. Ég vann á leikskóla í þrjú ár og byrjaði tvítugur að vinna þar og eina sem komst að hjá mér var hugsunin um að eignast mitt eigið barn og það var alveg reynt einhverntíma en heppnaðist ekki þá. Ég hefði næstum viljað eignast barn á þeim tíma bara með einhverri gellu, en auðvitað var ekki svo þannig að ég er svo ofboðslega ánægður með dóttur mína og það er svo gaman að fylgjast með henni vaxa og dafna þó að auðvitað komi líka tímar þar sem þetta verður pínu yfirþyrmandi, en það er svo sjaldan og næstum aldrei. Þegar ég fer með hana í leikskólann á mánudegi get ég ekki beðið eftir að vikan líði, þannig að vikuna sem ég er ekki með hana fæ ég hana samt á fimmtudögum yfir daginn af því ég sakna hennar svo mikið og er bara svo fastur við hana og ég væri svo innilega ekki á sama stað í lífinu ef ég hefði ekki eignast hana.“

Eins og áður sagði er Valli duglegur að taka myndir og snöp og pósta þegar dóttir hans er hjá honum, það er því kannski eðlilegt að hann hafi fengið spurninguna um hvort að hann sé alfarið með hana. En hann fær líka ítrekuð hrós fyrir hversu duglegur faðir hann er og segist Valli ekki gefa mikið út á slíkt hrós.

„Ég tek þessu ekki sem hrósi, ég er bara pabbi. En ég veit samt hvað fólk á við þar sem ég á alveg vini sem ekki vilja eignast börn og svo aðra sem taka bara börnin aðra hverja helgi og enn aðrir sem vilja hafa börnin sín viku á móti viku en fá það ekki og ég ætla ekki einu sinni að fara út í þá sálma, réttlæti móðir gegn föður því það eru bara sálmar sem ég syng ekki upphátt. En allavega að eignast dóttur mína  er bara það besta sem komið hefur fyrir mig í lífi mínu og ég veit að það er pínu vandræðalegt að segja þetta og ég vona að allar stelpur hlaupi ekki bara í burtu en mig langar strax í annað barn, þú veist ekki bara barn með einhverri, en mig langar bara í annað barn ef þú skilur,“ segir Valli og brosir einlæglega.

„Ég er mikill barnakall,“ heldur Valli áfram. „Ég vann á leikskóla í þrjú ár og ég get svarið það að ef ég hefði tök á því að vinna á leikskóla í dag þá myndi ég strax fara að vinna þar, ef ég hefði tíma og væri ekki með fyrirtækið mitt og þrátt fyrir lúsarlaun. Ég meina ég var með 150.000 kall útborgað og jú borgaði leigu og eitthvað, en til dæmis í staðinn kom að ég borðaði alla virka daga frítt og vann engar helgar. Það er fullt af fólki sem er að vinna fimm daga vikunnar og aðra hvora helgi til dæmis í verslunum í Kringlunni og eru með rétt 200.000 kall útborgað og hafa jafnvel ekki gaman af vinnunni sinni. Ég vann á einkareknum leikskóla og ætlaði í nám og læra leikskólakennarann,  en þá var leikskólanum lokað og þá eiginlega hætti ég við.“

Valli segist óttast það mest í lífinu að hitta dóttur sína ekki oftar. „Ég hugsa það oft þegar ég fer til útlanda af því ég er mjög flughræddur, og ég hef verið í flugvél sem ég hélt að væri að hrapa. Þá fór ég beint í að skoða myndir í símanum af dóttur minni,“ segir Valli. Hann segir að draumakonan hans sé líklega ekki til, en langar þó í framtíðinni að eignast fleiri börn og gott einbýlishús.

24 Iceland komið í útrás út fyrir landsteinana

Úrin hans Valla hafa slegið í gegn hér heima og því lá beinast við að koma þeim inn á önnur markaðssvæði og Valli er byrjaður á því. „Ég er búinn að stofna fyrirtæki sem heitir 24 USA og við erum komin með þau úr í Bandaríkjunum, ég vissi að markaðshópurinn væri stór þar en hann er sko viðbjóðslega stór. En það er fyrirtæki þar úti sem ætlar að vinna með okkur og annað hér heima sem ætlar að hjálpa okkur aðeins en þetta er svo stórt að maður varla ræður við það,“ segir Valli.

„Úrin eru alveg eins og 24 Iceland, nema bara með 24 USA og við erum að tala við fullt af bloggurum og snöppurum og annaðhvort gerist eitthvað eða ekki. Þetta er í hægri vinnslu og ég hef alltaf verið þannig í lífinu að ég reyni á allar hugmyndir sem ég fæ í lífinu, stundum virka þær, stundum ekki. Ég hef stofnað fyrirtæki og unnið vinnu sem ég hef dauðséð eftir.“

„Ég var að vinna í Nova mjög lengi eða í þrjú og hálft ár og það var mjög gaman. Við hjá 24 Iceland erum þekkt fyrir að vera með mjög góða þjónustu og erum með 87 í einkunn á Facebook sem er mjög góð þjónusta og ég get alveg lofað þér því að þetta lærði ég hjá Nova. Svo fór ég að vinna fyrir bróður minn sem á Dirty Burger hér heima, en við áttum ekki skap saman svo ég hætti þar. Hann er illa frekur og ég er líka illa frekur,“ segir Valli og hlær.

Mynd: Óli Magg 2017.

24 Iceland byrjaði á traustinu einu saman

„Eftir að ég fór svo til Tailands fyrir tveimur árum þá hugsaði ég hvað yrði gaman að gera eitthvað úratengt, en ég vissi ekki hvernig í fjandanum ég ætti að byrja því ég er ekki úrsmiður, svo ég talaði við bróðir mömmu og fékk ráð. Í framhaldi gerist þetta allt rosalega hratt og í lok september 2015 er ég kominn með úr í hendurnar,“ segir Valli.

Lausafjárstaðan var hinsvegar slæm, Valli átti ekki peninga í byrjun og bankinn gaf enga fyrirgreiðslu þar sem hann skuldaði honum. „Þetta var ekki tengt nenni óreglu, bara skuldir eins og fólk kemur sér í. Ég bað frænda minn um að biðja aðilann að lána mér 50 úr og fékk nei, bankinn sagði líka nei,“ segir Valli og þannig var útlit fyrir að ekkert yrði úr nýja fyrirtækinu.

En þá tók úraframleiðandinn úti við sér og hafði samband við Valla og ákvað að slá til byggt á traustinu einu saman. „Skilaboðin voru eiginlega svona,“ segir Valli, „Ok, þið eruð á Íslandi og við erum ekki að framleiða fyrir neinn þar svo okkur langar að sjá áhugann fyrir þessu,“  núna eru þau búin að framleiða 12 þúsund úr fyrir okkur og sjá ekki eftir þessu.“

Fyrir tveimur mánuðum keypti Valli síðan nýtt fyrirtæki, MaGa, sem hann rekur samhliða 24 Iceland. „MaGa úrin keypti ég af manni í Bretlandi, en þau eru framleidd í sömu verksmiðju og Daniel Wellington úrin. Þetta er allt mjög stórt og umfangsmikið og núna í desember, þá er að koma ný lína af MaGa sem ég er búinn að hanna og það eru tryllt úr. Ég elska hauskúpudæmi og eins skartið frá þeim og get bara ekki beðið eftir að vinna meira með þetta merki,“ segir Valli ánægður.

Samfélagsmiðlar hafa bæði kosti og galla

Valli er virkur á Snapchat, bæði persónulega og fyrir 24 Iceland. Hann segir að samfélagsmiðlar hafi bæði sína kosti og galla og hefur orðið fyrir aðkasti þar, sem hann segir þó ekkert verulegt.

„Ég hef ótrúlega gaman af að gera grín að fólki og set stundum eitthvað inn sem ég ætti kannski ekki að gera, en er ekki illa meint en svo sér fólk það kannski ekki eins og ég. Maður ætti til dæmis ekki að tala saman á samfélagsmiðlum af því að fólk misskilur og spyr spurninga á borð við hvort ég sé í fýlu og þannig. Þannig að maður ætti eiginlega frekar að hringja eða tala saman í eigin persónu,“ segir Valli.

„ 24 Iceland er orðið rosalega vinsælt og þegar ég fer niður í bæ þá er ég oft stoppaður með til dæmis: „Æj, ég ætla alltaf að fara að kaupa úr af þér, fæ ég afslátt?“ Og af því við erum alltaf á snappinu og í raun alltaf í vinnunni, þá get ég tekið sem dæmi að korter í sjö á aðfangadag í fyrra þá var sent á mig: „Hæ ég er með úr sem ég fékk í jólagjöf og mig vantar aðra ól get ég komið í fyrramálið?“, síðan var annar sem sendi á aðfangadag: „Hæ, ég gleymdi að kaupa úr. Má ég koma núna?“

Valli kippir sér þó ekki mikið upp við þetta, og ekki heldur þá staðreynd að fólk er að taka myndir af honum hvar sem er. „Fólk hefur tekið myndir af mér til dæmis í Ikea að borða kjötbollur, en það truflar mig ekkert. Það besta við mig er að mér er orðrétt, drullusama hvað öðrum finnst um mig.“

Hann hefur ekki orðið var við öfund á samfélagsmiðlunum, en veit að hún er til. Sjálfur á hann uppáhalds snappara, Arnór eða arnórs eins og hann heitir á Snapchat.

Það er ljóst að framtíðin er björt hjá Valla sem segir mömmu sína, sem hefur verið kaupmaður í 40 ár og dóttur sína helstu áhrifavalda í lífi sínu. „Allt sem ég geri hefur gengið betur eftir að Sigurrós Nadía fæddist.“

„Ég hef það sem lífsmottó að mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valli, sem leggur til að við brosum meira og hættum að vera í fýlu.

Fylgjast má með Valla á Snapchat: vallisverris.
Fylgjast má með 24 Iceland á Snapchat: Iceland24 og Instagram: 24Iceland.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum undrabarnið hætti í atvinnumennsku til að vinna fyrir pósthúsið – ,,Það er lúxuslífið“

Fyrrum undrabarnið hætti í atvinnumennsku til að vinna fyrir pósthúsið – ,,Það er lúxuslífið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Jafntefli í fyrsta leik Amorim

England: Jafntefli í fyrsta leik Amorim
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Ef það gerist þá mun Liverpool valta yfir okkur“

,,Ef það gerist þá mun Liverpool valta yfir okkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Cooper rekinn frá Leicester

Cooper rekinn frá Leicester