fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024

Sigurður rekur íslenskan fjölmiðil í Noregi – Nýja Ísland

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. nóvember 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Rúnarsson stóð uppi atvinnulaus árið 2013 eftir 15 ára starf í upplýsingatæknigeiranum. Hann leitaði að vinnu hér heima, sem tengdist námi hans og atvinnu, en þegar honum bauðst starf í Noregi ákvað hann að slá til og flutti út í janúar árið 2014, og starfar í dag sem forstöðumaður tölvurekstrar hjá reiknistofu samgönguráðuneytisins í Osló.

„Ég er að upplagi mikill félagsmálamaður og hef starfað að þeim, var einn af stofnendum íbúasamtaka í Norðlingaholti og síðar varaformaður og formaður og þar ritstýrði ég vef samtakanna,“ segir Sigurður.

„Þegar ég flutti til Noregs bauð ég fram starfskrafta mína í Íslendingafélaginu í Osló og var varaformaður og ritstýrði fréttabréfi, og sá um Facebooksíðu og vefsíðu. Mér finnst líka gaman að segja frá og skrifa og taka myndir.“ Sigurður hefur einnig skrifað greinar bæði á eigin blogsíðu og í fjölmiðla á Íslandi.

Íbúasamtök og Íslendingafélagið í Osló miðuðust þó aðeins við ákveðinn hóp og verkefni, þannig að Sigurði langaði að færa úr kvíarnar. Reynslan í bæði upplýsingatæknigeiranum og skrifunum auk reynslu af vinnu við markaðssetningu á Like síðum á Facebook og annars staðar var góður grunnur og þann 24. október síðastliðinn opnaði hann fyrsta íslenska óháða fjölmiðilinn í Noregi sem gefinn er út á íslensku.

Vefurinn heitir Nýja Ísland og byggist á sjálfstæðum fréttaflutningi, gagnrýni, fróðleik og áhugaverðum málum tengdum Íslendingum, íslenskri menningu, sögu, íslensku og öðrum málefnum tengdum Noregi og Íslandi. Vefmiðillinn er gefinn út daglega sem fréttatímarit á vefnum.

Lesendahópurinn hefur því stækkað töluvert því um 25.000 Íslendingar eru búsettir í Noregi, en sú tala er unnin upp úr gögnum frá Hagstofunni í Noregi.

„Hvert og eitt Íslendingafélag hér í Noregi er að gera góða hluti, en það vantaði í raun svona „hattinn“ yfir það sem Íslendingar eru að gera og fást við hér í Noregi,“ segir Sigurður.

Oft er spurt um sama hlutinn í Facebookhópum, sem dæmi má nefna „hvert á ég að skila utan kjörfundaratkvæðinu mínu?“ Vefsíða eins og Nýja Ísland er því góð til að halda utan um slíkar upplýsingar, leiðbeiningar og ráð á einum stað, hvort sem það er í formi upplýsinga, viðtala eða annarra skrifa.

Á vefnum er líka að finna greinar sem Sigurður skrifaði áður en hann stofnaði vefinn, en hann setti inn eldri greinar sem hann hafði skrifað á blogsíðu sína.

Fyrir áhugasama sem hafa áhuga á að byggja upp Nýja Ísland með Sigurði, og/eða hafa áhuga á að skrifa um hvaða málefni sem er þá má benda á að hann er að leita að pennum fyrir vefinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Keypti þjónustu vændiskonu og hefði getað komist upp með það – Gerði hins vegar þessi mistök

Keypti þjónustu vændiskonu og hefði getað komist upp með það – Gerði hins vegar þessi mistök
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað í ósköpunum er Skibidi toilet?

Hvað í ósköpunum er Skibidi toilet?
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda