„Ég man ekki hvenær ég sá hana fyrst, en hún leyfði mér alltaf að elta sig um allt,“ segir Grodsky.
„Ég var alltaf að reyna að ganga í augun á henni með því að fara með línur úr Lion King og svoleiðis.“
Þau voru í sama leikskóla í Phoenix í Arizona, en gengu síðan í sitt hvorn barnaskólann.
Að lokum misstu þau sambandið við hvort annað. Þau hittust ekki aftur furr en þau voru nýnemar í menntaskóla, þá sá Scheel nafn Grodsky í síma vinar síns.
Tveimur vikum seinna voru þau orðin par. Þau voru saman í menntaskóla og hásskóla, þrátt fyrir að 1600 mílur væru á milli háskólana sem þau gengu í. 23. maí 2015 þegar þau voru að byrja lokaárið í háskóla fór
Grodsky með Scheel þangað sem þau hittust fyrst og spurði hana stóru spurningarinnar. Hún svaraði játandi og 30. desember 2016, gengu þau í hjónaband.
Frændi Grodsky gaf þau saman og lýsti ást þeirra best með orðunum: „Flest börn í leikskóla eru að leita að nesti eða svefnplássi, þau fundu sálufélagann þar.“