fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Safna fyrir börn Róhingja – Stökkva út í sjó ef markmið næst

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Estíva Harðardóttir og Tara Brekkan Pétursdóttir.

Vinkonurnar og Snapchat stjörnurnar Aníta Estíva Harðardóttir, blaðamaður og Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur hafa nú ákveðið að leggja söfnun UNICEF fyrir börn Róhingja lið.

UNICEF hóf söfnunina og Erna Kristín og Sara Mansour tóku hana yfir og héldu meðal annars styrktartónleika á Húrra, þar sem Karitas Harpa Viðarsdóttir rakaði af sér augabrúnirnar í beinni útsendingu, en hún hafði heitið að gera það næði söfnunarfé 2 milljónum króna.

Aníta Estíva og Tara Brekkan ákváðu að leggja söfnuninni lið og skora á sjálfar sig um leið.
Ef þær ná að safna 200.000 kr. fyrir lok næstu helgi þá ætla þær að stökkva saman út í sjó í beinni á Snapchat.

„Börn Róhingja eiga um virkilega sárt að binda. Þau eru ein, umkomulaus og að flýja ofbeldi. Þau hafa ekkert skjól og engan mat nema að þeim verði lagt lið,“ segir Tara.

„Báðar erum við óendanlega sjóhræddar og því stórt skref fyrir okkur. Okkur þætti virkilega vænt um að þið mynduð styrkja þetta verðuga málefni með því að leggja inn sama hvaða upphæð sem þið hafið tök á. Allt hjálpar,“ segir Aníta.

Fylgjast má með þeim á Snapchat, Aníta: anitaeh og Tara: tara_makeupart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hákon fagnaði að hætti Ronaldo – Sjáðu myndbandið

Hákon fagnaði að hætti Ronaldo – Sjáðu myndbandið