fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Kvennaathvarfið hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins tekur við viðurkenningu Barnaheilla frá Kolbrúnu Baldursdóttir formanni Barnaheilla.

Kvennaathvarfið hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni.

Það gríðarmikilvæga starf sem Kvennaathvarfið hefur frá opnun þess, árið 1982, unnið til verndar konum og börnum sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna ofbeldis er ómetanlegt. Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.

 

 

Kolbrún Baldursdóttir formaður Barnaheilla, Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla.

Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Viðurkenningin er afhent til að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna. Barnasáttmálinn er leiðarljós í öllu starfi Barnaheilla.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children International. Alþjóðasamtökin vinna að réttindum og velferð barna í rúmlega 120 löndum og hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Hérlendis leggja samtökin áherslu á að standa vörð um réttindi barna, á þátttöku barna og á vernd barna gegn ofbeldi. Erlendis styðja Barnaheill – Save the Children á Íslandi menntun barna og mannúðarstarf vegna hamfara.

Heimasíða Barnaheill á Íslandi. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Alli gerir samning til 2026

Alli gerir samning til 2026
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.