Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út.
Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.