Guðmundur H. Garðarsson og vinkona hans Bryndís Jónsdóttir.
Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út.
Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti, ráðherra og alþingisþingmaður heilsar Guðmundi með virktum.Guðmundur Hallvarðsson fyrrum alþingismaður, Páll Bragi Kristjónsson fyrrum forstjóri Eddu og Ólafur Ragnar Grímsson.Björn Jón Bragason, höfundur bókarinnar og Ellert Schram fyrrum alþingismaður.Stefán S. Guðjónsson heildsali, Guðmundur og Björn Jón.Ólafur Ragnar og Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri.Guðmundur, Bessý Jóhannsdóttir kennari í Verzlunarskóla Íslands og Jónína Michaelsdóttir rithöfundur. Á bak við sést í eiginmann Jónínu, Sigþór J. Sigurðsson.Marta Guðjónsdóttir heilsar upp á Bryndísi.Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður og Guðmundur.Ólafur Egilsson sendiherra og Gunnlaugur Snær Ólafsson stjórnmálafræðingur.