„Ég hef verið í samskiptum við þá síðan í desember í fyrra um að gera með þeim listaverk,“ segir Odee í viðtali við Austurfrétt.
„Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur“
Um er að ræða brennivínsflösku með norðurljósaþema, þar sem innihaldið er blandað með phosphoresence, eða maurildi, og því ekki drykkjarhæft.
„Þetta veldur því að flaskan glóir í myrkri og er því safngripur en ekki til drykkju. Sé flaskan hrist lítillega hvirflast innihaldið og myndar skemmtileg norðurljósaáhrif,“ segir Odee.
Þar sem flaskan er hönnuð fyrir Brennivin Amerika er ekki víst að hún verði til sölu á Íslandi. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að Íslendingar fái að berja flöskuna augum. Hins vegar verða plaköt og annar varningur tengdur verkefninu í boði á Facebook-síðunni minni. Fólk þarf bara að vera duglegt að senda mér fyrirspurnir og fylgjast með.“
Viðtalið má lesa nánar hér.