fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025

Állistamaðurinn Odee hannar listaverk á vínflöskur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. nóvember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America. Óvíst er hvort flaskan verði til sölu á Íslandi.

„Ég hef verið í samskiptum við þá síðan í desember í fyrra um að gera með þeim listaverk,“ segir Odee í viðtali við Austurfrétt.

„Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur“

Um er að ræða brennivínsflösku með norðurljósaþema, þar sem innihaldið er blandað með phosphoresence, eða maurildi, og því ekki drykkjarhæft.

„Þetta veldur því að flaskan glóir í myrkri og er því safngripur en ekki til drykkju. Sé flaskan hrist lítillega hvirflast innihaldið og myndar skemmtileg norðurljósaáhrif,“ segir Odee.

Þar sem flaskan er hönnuð fyrir Brennivin Amerika er ekki víst að hún verði til sölu á Íslandi. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að Íslendingar fái að berja flöskuna augum. Hins vegar verða plaköt og annar varningur tengdur verkefninu í boði á Facebook-síðunni minni. Fólk þarf bara að vera duglegt að senda mér fyrirspurnir og fylgjast með.“

Viðtalið má lesa nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Kærasta karlmanns með míkrótyppi lýsir því hvernig kynlíf þeirra er í raun og veru

Kærasta karlmanns með míkrótyppi lýsir því hvernig kynlíf þeirra er í raun og veru
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 klukkutímum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool með níu og hálfan fingur á titlinum eftir sigur í kvöld

Liverpool með níu og hálfan fingur á titlinum eftir sigur í kvöld
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vandræðalegt fyrir Elon Musk – Útreikningar DOGE algjört bull

Vandræðalegt fyrir Elon Musk – Útreikningar DOGE algjört bull
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu

Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skemmdarvargurinn í Mosfellsbæ gaf sig fram nokkrum dögum eftir verknaðinn – „Hann iðrast mjög“

Skemmdarvargurinn í Mosfellsbæ gaf sig fram nokkrum dögum eftir verknaðinn – „Hann iðrast mjög“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.