Við vitum hins vegar að sambönd eru alls ekki svona. Sambönd eru vinna, samvinna til að neistinn haldi áfram að lifa. En sambönd snúast ekki bara um hvað parið gerir, heldur líka um hvað það gerir ekki.
Hér eru sjö atriði sem þú ættir ekki að gera, ef þú vilt halda sambandinu við makann góðu.
Með því að bera sambandið stöðugt saman við önnur sambönd missum við sjónar á hamingjunni og okkur sjálfum. Þó það sé eðlilegt að skoða önnur sambönd, þá er það ekki góð eða sanngjörn hugmynd að ætlast til að samband okkar sé eins og sambönd annarra. Hvert og eitt samband er einstakt og samanburður við önnur getur valdið óöryggi, pirringi og óhamingju.
Þegar parinu þykir sannanlega vænt um hvort annað, þá virðist ekkert ómögulegt og því allir vegir færir. Hamingjusöm pör leitast við að hvetja hvort annað til að fylgja draumum sínum, þar sem þau skilja þarfir hvors annars þrátt fyrir að þær séu ekki alltaf hagkvæmar. Sambönd sem endast eru sambönd þar sem parið þroskast saman og ræktar drauma hvors annars. Að halda aftur af makanum leiðir ekki aðeins til gremju og áhugaleysis þegar fram í sækir, heldur veikir það líka sambandstengslin.
Grunnurinn fyrir sterkan og traustan grunn sambands, felst í að setja traust og trú á maka þinn, ásamt því að hafa heiðarleika, hollustu og virðingu sem kjarnann í sambandinu. Þeir sem treysta makanum eru eins og opin bók og snuðra ekki í málum maka síns. Þegar við byrjum að efast um símtal hjá makanum eða gúggla nafn hans til að finna eitthvað í stað þess að spyrja hann hreint út, þá bendir það til þess að stærri vandamál séu fyrir hendi: ástand sambandsins og okkar eigið óöryggi.
Ef þú dregur úr maka þínum þá sýnir það verulegan skort á ást og skilningi. Enginn er fullkominn, en að koma með neikvæðar og niðrandi athugasemdir um galla maka okkar sýnir að við tökum honum ekki eins og hann er. Svona hegðun fær makann til að finnast hann ekki elskaður og fær hann síður til að opna sig. Hamingjusöm pör líta fram hjá ófullkomleika hvors annars og nota galla hvors annars til að verða nánari.
Þó það sé eðlilegt að þurfa stundum að blása út, þá vita hamingjusöm pör að það er best að blanda fjölskydu og vinum ekki í þeirra samband. Af hverju? Af því að enginn þekkir sambandið betur en þau. Á sama hátt þá gefa aðrir oft neikvæð ráð og athugasemdir. Hamingjusöm pör tala saman ef það er eitthvað í sambandinu sem angrar þau og gera það án þess að finnast þau dæmd eða þurfa að kvíða samræðunum. Hamingjusöm pör eiga líka í djúpum samræðum við hvort annað, eiginleiki sem rannsóknir hafa sýnt að eykur hamingjuna frekar en hjá þeim sem halda samræðum alltaf léttum og yfirborðskenndum.
Hamingjusöm pör eru alla jafna besti vinur hvors annars, þó að þau eigi líka aðra vini og það af báðum kynjum. Rannsóknir sýna að góð vinátta er sterkur grundvöllur góðs sambands, sambands sem er staðfastara og meira fullnægjandi bæði hvað ást og kynlíf snertir. Rannsóknir sýna líka að pör með vináttu sem grunn finna fyrir sterkara rómantísku aðdráttarafli og stunda fleiri áhugamál og athafnir saman sem efla sambandið.
Sambönd eru ekki bara glimmer og gleði, en hamingjusöm pör sópa ekki vandamálum sínum undir teppi eða láta eins og rifrildi hafi ekki átt sér stað. Þó það geti verið nauðsynlegt að taka sér pásu til að jafna sig, þá taka hamingjusöm pör á sig rögg og tala saman og vinna að því að leysa ágreininginn í stað þess að flýja vandamálið. Par sem þykir vænt um hvort annað sýnir þroska þegar þau jafna ágreining sinn, hvort sem að niðurstaðan er góð eða slæm. Ef ágreiningur er látinn liggja lengi óleystur, þá vindur hann upp á sig með reiði, gremju, földum tilfinningum og ekkert lagast.