MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson endaði með silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA, en hann keppti til úrslita núna fyrir stuttu í millivigt. Úrslitabardaginn var á móti svíanum Khaled Laallam.
Björn Lúkas er búinn að klára fimm bardaga á sex dögum, fjóra bardagana sem hann vann vann hann í 1. lotu. Úrslitabardaginn fór hinsvegar í þrjár lotur. Björn Lúkas er 22 ára.
Björn Lúkas sló út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Svíþjóð. Hann mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum.
Í annarri umferð vann Björn Lúkas Fionn Healy-Magwa frá Írlandi og tryggði hann sér sigurinn með tæknilegu rothöggi.
Í átta manna úrslitum mætti Björn Lúkas Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi og sigraði með armlás.
Í undanúrslitum mætti hann ástralanum Joseph Luciano og vann strax í fyrstu lotu með armlás.
Í úrslitum mætti hann svíanum Khaled Laallam, sem hafði betur í þriðju lotu eftir dómaraákvörðun. Björn Lúkas tekur því silfrið heim og má vel við una en 29 menn kepptu í flokknum.