fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024

Býflugnadrottningin fæðir andvana barn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emily Mueller, býflugubóndi og þriggja barna móðir í Ohio í Bandaríkjunum vakti gríðarlega athygli í lok sumar þegar hún fagnaði fjórðu meðgöngunni með sérstakri og pínu ógnvænlegri myndatöku.

Á myndunum sat hún fyrir ásamt 20 þúsund býflugum. Myndatakan fór þannig fram að Emily hélt  á býflugudrottningunni í hendinni og lagði síðan hendina á magann. „Býflugur elta drottninguna sína.“

Á mánudag birti Mueller hjartnæma stöðufærslu á Facebook þar sem hún sagði frá því að sonur hennar og eiginmanns hennar, Ryan Mueller, hefði fæðst andvana nokkrum dögum fyrir settan fæðingardag.

Á mánudag var hún að undirbúa viðburð sem vera átti á þriðjudag og tók ekki eftir að engar hreyfingar voru frá fóstrinu. „Um kvöldið áttaði ég mig á að ég hafði ekki orðið mikið vör við að barnið hreyfði sig og ég var með samdrætti sem voru allt öðruvísi en þeir sem ég hef áður fegið. Ég sagði sjálfri mér að hann væri bara sofandi, en eftir því sem leið á kvöldið varð ég áhyggjufullri.“

Hún og eiginmaður hennar ákváðu að fara á spítalann til og þar var ljóst að sonur þeirra var látinn. „Ég get ekki og vil ekki útskýra þessa tilfinningu fyrir neinum. Að líta á eiginmann þinn og sjá eitthvað deyja innra með honum. Að sjá hann brotna niður. Að sjá börnin þín finna og skynja sársaukann sem þú finnur fyrir. Sársaukinn er óbærilegur.“

Mueller og eiginmaður hennar byrjuðu búflugnabúskapinn eftir að hún hafði misst fóstur í tvígang. „Býflugur tákna nýtt líf og eftir að ég hafði misst fóstur tvisvar, þá vantaði mig nýjan tilgang. Ég tengdi við býflugurnar og þær hjálpuðu mér við að taka hugann frá erfiðleikunum. Sumir stunda jóga, ég er með býflugur.“

Hjónin eiga þrjú börn, Cadyn 10 ára, Madelynn 3 ára og Westyn 1 árs og voru himinlifandi þegar þau komust að því að fjórða barnið væri á leiðinni. „Þetta barn verður það síðasta,“ sagði Mueller, þegar myndatakan fór fram í sumar.

Drengurinn var skírður Emersyn Jacob. Segist móðir hans þakklát fyrir stuðninginn sem nærsamfélagið og aðrir hafa sýnt henni og fjölskyldu hennar. „Hann var elskaður af svo mörgum og við sjáum það af þeirri ást og stuðningi sem þið sýnið okkur. Að vita að fólk er að hugsa um okkur og syrgir með okkur léttir sársauka okkar svo mikið.“

https://www.facebook.com/MuellerHoneyBee/posts/704907209708164

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Lyngby ræður sér starfsmann á Íslandi til að finna efnilega leikmenn hér á landi

Lyngby ræður sér starfsmann á Íslandi til að finna efnilega leikmenn hér á landi
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Stefán Einar svekktur eftir gærkvöldið: „Þetta finnst mér sannast sagna ótrúlegt og lýsa litlum félagsþroska”

Stefán Einar svekktur eftir gærkvöldið: „Þetta finnst mér sannast sagna ótrúlegt og lýsa litlum félagsþroska”
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Amorim sendi útsendara til að skoða þrjá leikmenn í Portúgal á þriðjudag

Amorim sendi útsendara til að skoða þrjá leikmenn í Portúgal á þriðjudag
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Nýtt rússneskt flugskeyti flaug á 11 földum hljóðhraða í 15 mínútur

Nýtt rússneskt flugskeyti flaug á 11 földum hljóðhraða í 15 mínútur
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

„Dáinn“ sjúklingur komst til meðvitundar skömmu áður en brenna átti hann

„Dáinn“ sjúklingur komst til meðvitundar skömmu áður en brenna átti hann
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Af hverju er svona hljótt? Þetta verður sífellt óþægilegra

Af hverju er svona hljótt? Þetta verður sífellt óþægilegra

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.