fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Björn Lúkas kominn í úrslit

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson er kominn í úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Hann er búinn að klára fjóra bardaga á fjórum dögum, alla í 1. lotu. Úrslitin fara fram á laugardaginn.

MMAfréttir greindu fyrst frá. Björn Lúkas mætti Ástralanum Joseph Luciano í dag í undanúrslitum. Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel.

Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu síðar með fallegu júdó kasti. Aftur náði hann bakinu en í stað þess að fara í henginguna sótti hann í armlás. Björn náði að rétta alveg úr hönd Luciano og stöðvaði dómarinn bardagann. Luciano tappaði ekki út en hugsanlega hefur hann gefið dómaranum merki þess efnis að stöðva bardagann.

Árangur Björns Lúkasar er feikna góður, en þrjá bardaga hefur hann klárað með armlás og einn með tæknilegu rothöggi. Hann fær frí á morgun en úrslitin fara svo fram á laugardaginn.

Björn Lúkas var í viðtali við DV í maí síðastliðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Van Dijk um framtíðina: ,,Ég veit ekki hvar ég mun spila“

Van Dijk um framtíðina: ,,Ég veit ekki hvar ég mun spila“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir hömlu- og taumlausan áróður í Söngvakeppninni – „Hér eru tvö sláandi dæmi“

Gagnrýnir hömlu- og taumlausan áróður í Söngvakeppninni – „Hér eru tvö sláandi dæmi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Nkunku leiðir línuna

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Nkunku leiðir línuna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.