Tónleikarnir eru til styrktar börnum Rohingja múslima en yfir 300.000 börn hafa þurft að flýja heimili sín í kjölfar ofbeldisöldu sem geisað hefur yfir. Nánar má lesa um málefnið hér.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og það kostar aðeins 500 kr. inn og rennur sá peningur óskiptur til styrktar málefninu.
Jafnframt er áskorun í gangi en ef 2 milljónir munu safnast fyrir kvöldið þá mun Karitas Harpa stíga á svið og raka af sér augabrúnirnar.