Minnisvarðinn sem ber heitið „Von um frið“ er eftir rússneska listamanninn og myndhöggvarann Vladimir Alexandrovich Surovtsev og er gjöf hans til Hernámssetursins til minningar um fórnir þeirra sjómanna sem tóku þátt í birgðaflutningum bandamanna frá Hvalfirði til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni.
Skipalestasiglingar milli Íslands og Norðvestur-Rússlands fóru að verulegu leyti fram milli Arkhangelsk og Hvalfjarðar.
Nú um þessar mundir eru liðin 75 ár síðan mannskæðustu átökin áttu sér stað með skipalestirnar sem fóru frá Hvalfirði til Rússlands. Þetta var sannkallað fjölþjóðaverkefni. Við Íslendingar lögðum til aðstöðuna í Hvalfirði á sínum tíma, án hennar hefðu Íshafsskipalestirnar ekki verið mögulegar. Það er því rétt að Hvalfjörður verði nú vettvangur sátta þar sem menn koma saman til að minnast og ætlar Hernámssetrið að vera leiðandi í boðskapi friðar.
Facebooksíða Hernámssetursins.