fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025

Fjármagna handteiknuð jólakort með Karolina Fund

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Erla Guðmundsdóttir og Freyja Rut Emilsdóttir eiga fjölskyldufyrirtækið Í tilefni, sem einblínir á að hanna og framleiða kort til að lita, fyrir hvert tilefni. Í tilefni jólanna er fyrsta vörulínan þeirra og er þemað í ár íslenska lopapeysan, en fyrsta upplagið er í fjármögnun hjá Karolina Fund.

„Myndirnar eru handteiknaðar, ákaflega fallegar og stílhreinar, þær á eftir að lita og því er hægt að setja sinn brag á myndirnar, eða gefa þau ólituð og leyfa viðtakandanum að lita sjálfum,“ segir Freyja Rut. „Kortin eru líka mjög falleg svarthvít. Hvað er notalegra í jólastressinu en að setjast niður, lita nokkrar fallegar jólamyndir og gefa vinum og ættingjum?“

Freyja Rut og Margrét Erla eru báðar kennarar, mæður og miklar áhugakonur um hvers kyns handavinnu, handverk og hönnun. Þær útskrifuðust saman úr Kennaraháskólanum árið 2006, Freyja Rut sem textílkennari og Margrét Erla sem myndmenntakennari. Um haustið hófu þær báðar störf við Vogaskóla í Reykjavík og hafa kennt þar síðan.

Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofi

„Hugmyndin að kortunum kviknaði á haustmánuðum 2017. Þá vorum við báðar í fæðingarorlofi, og eins og oft áður, duglegar að skiptast á hugmyndum að skemmtilegu föndri og handavinnu. Það er fátt skemmtilegra en að föndra og skapa með börnunum sem njóta sín í sköpunargleðinni,“ segir Freyja Rut.

„En það eru ekki bara börn sem lita, það gera fullorðnir líka. Kortin okkar eru tilvalin fyrir alla litara! Auðvelt að bæta sínu „dútli“ við kortin og gera þau persónulegri.“

„Með því að versla jólakort og merkimiða í gegnum Karolina Fund hjálpar þú okkur að fjármagna fyrsta upplagið af jólakortum og merkimiðum,“ segir Freyja Rut.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á https://www.karolinafund.com/project/view/1910

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ancelotti og Ronaldo sameinaðir á ný?

Ancelotti og Ronaldo sameinaðir á ný?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Reyndi að fá 2,5 milljónir frá heimsfrægum manni eftir framhjáhald – Ætlaði að fá til sín konur en fékk karla

Reyndi að fá 2,5 milljónir frá heimsfrægum manni eftir framhjáhald – Ætlaði að fá til sín konur en fékk karla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar