fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Þjóðin heillaðist af húnvetnskum karlakór

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strákarnir í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps á sviði í þættinum Kórar Íslands (Mynd: Vísir).

Það voru karlar úr Húnavatnssýslu sem komu, sáu og sigruðu í gærkvöldi í keppninni Kórar Íslands sem farið hefur fram í vetur á Stöð 2. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps bar þar sigurorð af 19 öðrum kórum og eru strákarnir að vonum hæstánægðir með sigurinn, en í upphafi voru þeir yfirhöfuð svartsýnir um að ná að geta verið með.

Formaðurinn Höskuldur Birkir Erlingsson kampakátur með sigurinn og gjafabréfið sem kórinn fékk fyrir, 4 milljón króna gjafabréf hjá Icelandair.

„Celeb,“ svarar Höskuldur Birkir Erlingsson formaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og skellihlær þegar Bleikt.is hafði samband við hann í dag og spurði hvernig honum liði með sigurinn.

„Við erum í skýjunum. Þegar við ákváðum að taka þátt þá vorum í basli með að dekka þetta, við höfðum hreinlega ekki mannskap, enda margir kórfélagar bændur, sem voru að smala og í réttum og svo framvegis. Við náðum 20 manna kór, sem var ansi brothætt, af því að þá mátti enginn fá kvef eða meira,“ segir Höskuldur.

Kórar Íslands er búinn að vera á dagskrá Stöðvar 2 í vetur og kynnir þáttanna er Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir.

Tuttugu kórar tóku þátt. Fyrstu fimm þættirnir voru einskonar undankeppni og komust tíu kórar áfram í undanúrslitin. Síðan voru tveir þættir til að skera hópinn niður í fjóra kóra sem kepptu til úrslita í gærkvöldi. Tólf aðilar, í það minnsta, urðu að vera í hverjum kór fyrir sig.

Færðir milli þátta, sem betur fer

„Við áttum að vera í fyrsta þættinum, en svo breyttist það sem betur fer og við vorum settir í þriðja þáttinn og þá komu inn menn sem hefðu ekki haft tök á að mæta í þann fyrsta,“ segir Höskuldur.

„Við renndum bara blint út í þetta, við vissum ekkert hvað við vorum að fara í, en okkur fannst þetta skemmtilegt, ögrandi og dálítið mikið út fyrir þægindarammann.“

Tóku áhættu með frumsömdu lagi

„Þetta gekk bara vel og við komumst áfram í undanúrslitin og tókum ákveðna áhættu þar með því að flytja frumsamið lag. Textinn er eftir einn kórfélagann og lagið er eftir Skarphéðinn kórstjóra,“ segir Höskuldur. „En það hitti alveg í mark, lagið er létt og skemmtilegt og það er gaman að horfa á fólk þegar við erum að flytja lagið, maður sér að það fer að dilla sér í sætunum þá veit maður að fólki líkar lagið. Við vorum með þetta lag fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan, en það er ekkert þekkt og hefur ekki farið víða. Það lukkaðist vel.“

„Síðan voru úrslitin í gær og ég vaknaði í morgun: „Var mig að dreyma eða ?,“ segir Höskuldur sem horfði á þáttinn í heild sinni í morgun.

90 ára gamall kór

Kórinn er 90 ára gamall og í honum eru 28-35 karlar, en þeir voru 44 núna. „Við höfum aldrei verið svona margir áður,“ segir Höskuldur sem sjálfur er búinn að vera 13-14 ár í kórnum. Hann er þó alls ekki með lengstan feril þar, en í kórnum eru félagar sem hafa verið í kórnum í 40-50 ár.

Kórinn hittist tvisvar í viku og æfir. „Á mánudögum á Blönduósi í kirkjunni og erum þá með undirleik og á fimmtudögum í Húnaveri og þar tökum við oft raddæfingar. Skarphéðinn Einarsson kórstjóri er búinn að stjórna kórnum í eitt ár.“

Gáfu út geisladisk

„Við erum búnir að vera með skemmtilegt prógram síðustu 3-4 ár og höfum verið með hljómsveit með okkur. Við tókum fyrir fjórum árum lög Geirmundar Valtýssonar og fórum með víða um land. Það var mjög vinsælt og vel sótt og við gáfum út geisladisk með þeim lögum, hann seldist í um það til 2500 eintökum. Í framhaldi af því tókum við lög Vilhjálms og Ellýjar og það var líka rosalega gaman,“ segir Höskuldur.

Af hverju ætti fólk að vera í kór?

Höskuldur Birkir er lögregluvarðstjóri í lögreglunni á Blönduósi. En hvernig skyldi ganga að samræma kórstarfið aðalstarfinu?

„Bara ágætlega, auðvitað getur maður lent í að vera í útköllum eða verkefnum þegar er kóræfing og þá er ekkert við því að gera. En þetta gengur ágætlega,“ segir Höskuldur.

„Já mjög svo, hvort sem þú ert karl eða kona,“ svarar Höskuldur aðspurður um hvort að fólk ætti að drífa sig í kór. „Ef þú hefur gaman af tónlist og að syngja þá endilega drífðu þig. Þú ert líka hluti af heild, þetta er bara félagsstarf eins og annað félagsstarf en það er bara gaman að taka þátt í svona.“

Vinningurinn var gjafabréf frá Icelandair að fjárhæð 4 milljónir króna og kemur það sér vel fyrir Ítalíuferð kórsins næsta sumar.

„Við vorum búnir að skipuleggja ferð til Ítalíu næsta sumar, þannig að væntanlega munum við nýta gjafabréfið upp í þá ferð. Þetta verður skemmtiferð um Norður Ítalíu og væntanlega munum við kíkja á einhverja tónleika,“ segir lögregluvarðstjórinn syngjandi hress og kampakátur með sigurinn fyrir sína hönd og kórfélaga sinna.

Facebooksíða Karlakórs Bólstaðarhliðarhrepps.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Leita hunda sem hafa drepið minnst níu kindur í Borgarfirði

Leita hunda sem hafa drepið minnst níu kindur í Borgarfirði
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Hildur birtir launaseðilinn – Segir ungmennabókahöfunda þurfa listamannalaun til að lifa á skrifunum

Hildur birtir launaseðilinn – Segir ungmennabókahöfunda þurfa listamannalaun til að lifa á skrifunum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Langflestir Íslendingar styðja Kamölu Harris – Stuðningur kjósenda Miðflokksins vekur athygli

Langflestir Íslendingar styðja Kamölu Harris – Stuðningur kjósenda Miðflokksins vekur athygli
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Þórðargleði hjá Degi sem sendir Sjálfstæðismönnum tóninn – „Sniðugt“

Þórðargleði hjá Degi sem sendir Sjálfstæðismönnum tóninn – „Sniðugt“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur velur áhugaverðan U21 árs hóp – Dagur eini frá Íslandsmeisturunum og sex í atvinnumennsku

Ólafur velur áhugaverðan U21 árs hóp – Dagur eini frá Íslandsmeisturunum og sex í atvinnumennsku
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Farþegi kastaði af sér þvagi í farþegarými í flugi til Tenerife

Farþegi kastaði af sér þvagi í farþegarými í flugi til Tenerife
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump með myrk skilaboð til innflytjenda í lokaræðunni – Segist eiga von á stórsigri

Trump með myrk skilaboð til innflytjenda í lokaræðunni – Segist eiga von á stórsigri

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.