Og það er einmitt það sem gerðist þegar Victoria Swarovski, söngkona og dómari í Germany´s Got Talent, giftist frumkvöðlinum Werner Mürz þann 16. júní síðastliðinn í Dómkirkju San Giusto í Trieste á Ítalíu.
Brúðkaupið var þriggja daga hátíð, sem hófst með boði í Falisia resort & spa á fimmtudagskvöldi þar sem gestir voru boðnir velkomnir og endaði með brunch á laugardagsmorgni. Aðalveislan var á föstudagskvöldinu þegar Victoria Swarovski mætti í sérsaumuðum brúðarkjól sem kostaði meira en eina milljón dollara eða yfir hundrað milljónir íslenskra króna. Allt við veisluna var íburðarmikið og þakið kristöllum.
Brúðarkjóllinn var hannaður af Michael Cinco og í honum eru 500 þúsund kristallar og vegur hann um 50 kíló. Og brúðarslörið er átta metra langt.
Brúðurin tilvonandi var ekki síður glæsilegt í velkomin veislunni á fimmtudagskvöldinu í rauðum kjól sem einnig var þakinn Swarovski kristöllum. Gerðar voru kröfur um klæðaburð, konur í rauðu og karlmenn í hvítu.