„Hún var svo spennt fyrir myndatökunni. Hún er týpísk þriggja ára stelpa, með smá skvettu og látum. Hún er sterk og hugrökk og elskar að leika sér úti með dúkkurnar sínar. Svo er hún algjör pabbastelpa.“
Í september árið 2016 tóku foreldrar Önnu Grace eftir að hún átti í erfiðleikum með að ganga, féll ítrekað niður og þurfti aðstoð við að komast aftur á fætur.
„Við héldum fyrst að þetta væri bara eitthvað tímabil hjá henni,“ segir Fuller.
Eftir skoðun hjá barnalækni, fór fjölskyldan á barnaspítala í Atlanta, þar sem Anna Grace var sett í skanna og höfuð og hryggur skoðað, hún var síðan innlögð og seinna greind með opsoclonus myoclonus syndrome, sjaldgæfan sjúkdóm sem hefur áhrif á miðtaugakerfið, en um milljón manns hefur greinst með sjúkdóminn.
„Læknirinn tók eftir að augun á henni ranghvolfdust og röddin hristist þegar hún talaði.“
Æxli á stærð við mandarínu fannst í nýra Önnu Grace. „Þegar þarna var komið gat hún ekki gengið, skriðið eða setið uppi. Þetta var eins og vera með nýtfætt barn aftur, nema hún var 23 mánaða. Ef hún hefði ekki greinst með OMS þá hefði æxlið ekki fundist.“
19. október 2016 fór Anna Grace í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt og tókst að fjarlægja það að fullu.„Ég var skelfingu lostin og hugsaði stöðugt um af hverju hún lenti í þessu en ekki ég, af hverju þetta gerðist og hvernig hún gæti verið svona hamingjusöm samt sem áður. Hún gat orðið pirruð af því að hún vildi gera eitthvað, en líkaminn leyfði það ekki, en hún var samt alltaf glöð,“ segir Fuller.
Anna Grace var sett á stera, sem virkuðu strax á hana og viku síðar var hún farin að geta gengið aftur. Læknar voru undrandi en ánægðir með skjótar framfarir Önnu Grace. Hún fer núna í reglubundnar skoðanir á þriggja mánaða fresti til að fylgjast með að meinið taki sig ekki upp aftur.
Í dag er Anna Grace aftur frísk þriggja ára stelpa og Fuller segir að hún gæti ekki verið þakklátari. „Hún elskar að fara og hitta læknana sína. Hún er á leikskóla og hún elskar að hitta vini sína þar. Síðasta ár hefur verið gott.“