Björn Lúkas heldur út snemma laugardaginn 11. nóvember næstkomandi og er hann spenntur fyrir mótinu eins og gefur að skilja, „ég er búinn að vinna hart að þessu í langan tíma.“
Björn Lúkas (2-0) hefur byrjað MMA ferilinn afar vel. Hann hefur tekið tvo bardaga á þessu ári og klárað þá báða í fyrstu lotu. Báðir bardagar hans hafa farið fram í veltivigt en Björn Lúkas mun keppa í millivigt á mótinu.
258 keppendur eru skráðir á mótið og getur Björn átt von á því að keppa fimm bardaga á fimm dögum fari svo að hann komist alla leið í úrslit.
International MMA Federation (IMMAF) stendur fyrir mótinu en þetta er í fjórða sinn sem heimsmeistaramótið er haldið.