fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Áhorfendur í Texas völdu Axel O & Co sem bestu hljómsveitina

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við sögðum frá því í gær að Rúnar Eff og félagar hefðu unnið til tvennra verðlauna á tónlistarhátíð í Texas, en þeir voru svo sannarlega ekki eina íslenska hljómsveitin sem gerði það gott á hátíðinni því Axel O & Co vann líka til verðlauna, en áhorfendur völdu þá bestu hljómsveitina (PEOPLE´S CHOICE AWARDS).

Axel O og co skipa: Axel Ómarsson, Magnús Kjartansson, Sigurgeir Sigmundsson, Jóhann Ásmundsson og Sigfús Óttarsson.

Texas Sounds International Country Music Awards er tónlistarhátíð sem er haldin í Jefferson með tónlistarfólki héðan og þaðan úr heiminum.
Kántríhljómsveitir frá 13 löndum: Ísland, Svíþjóð, Króatía, Mexíkó, Suður-Afríka, Swaziland, Slóvakia, USA, Írland, Bahamas, Ítalía, Nýja Sjáland og Spánn, voru tilnefndar til verðlauna og komu fram á hátíðinni. Hátíðin fór fram á þremur kvöldum þar sem allar hljómsveitirnar komu fram.

„ÍSLAND GERIR ÞAÐ GOTT Í TEXAS:
Við í Axel O & Co vorum að klára túrinn okkar til Jefferson í Texas þar sem komum fram á Texas Sounds Country Music Awards 2017. Það er sérstaklega gaman að segja frá því að við unnum til verðlauna !!
Country hljómsveitir frá 13 löndum (Ísland, Svíþjóð, Króatía, Mexico, Suður Afríka, Swaziland, Slóvakia, USA, Írland, Bahamas, Ítalía, Nýja Sjáland, Spánn), voru tilnefndar til verðlauna og komu fram á hátíðinni. Hátíðin fór fram á þremur kvöldum þar sem allar hljómsveitirnar komu fram.
Frá Íslandi voru tvær hljómsveitir, Axel O & Co og Rúnar Eff ásamt hljómsveit.
Veitt voru verðlaun í ýmsum flokkum, annars vegar val dómnefndar, og svo sérstök kosning þar sem áhorfendur völdu bestu hljómsveit hátíðarinnar.
Það er einstaklega gaman að segja frá því að báðar íslensku hljómsveitirnar unnu til verðlauna ! Axel O & Co voru valin besta hljómsveitin af áhorfendum, og hlutu PEOPLE´S CHOICE Award, og Rúnar Eff og félagar unnu BAND OF THE YEAR og MALE VOCALIST að mati dómnefndar. Innilega til lukku með það Rúnar Eff og félagar !!
Þetta sýnir okkur að íslensk Country tónlist á fullt erindi við unnendur Country tónlistar um heim allan, þar með talið í USA vöggu Country tónlistarinnar !,“ skrifar Axel á Facebooksíðu sína.

Bleikt.is óskar þeim félögum innilega til hamingju.

Myndirnar eru úr ferðalaginu um Bandaríkin, notaðar með góðfúslegu leyfi frá Axel Ómarssyni.

Axel O & CO á YouTube.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Dramatík í sigri Chelsea – Wolves vann á Old Trafford

England: Dramatík í sigri Chelsea – Wolves vann á Old Trafford

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.