fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025

Reyklausir fá sex daga aukalega í frí árlega

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 3. nóvember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanska markaðsfyrirtækið Piala Inc. tilkynnti starfsmönnum sínum í september síðastliðnum að reyklausir starfsmenn fyrirtækisins fengju sex daga frí aukalega á ári, til að bæta þeim upp reykingapásur annarra starfsmanna.

Áður höfðu reyklausir starfsmenn sýnt pirring yfir því að félagar þeirra væru ítrekað að taka sér reykingapásur yfir daginn. Einn reyklausra starfsmanna fyrirtækisins setti síðan tillögu um frídagana í tillögukassa fyrirtækisins fyrr á árinu, þar sem kom fram að þessar ítrekuðu pásur væru að valda pirringi meðal starfsmanna.

Síðan fyrirtækið tilkynnti ákvörðun sína hafa 30 starfsmenn nýtt sér þessa aukafrídaga á launum.

„Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sá tillöguna og var sammála henni,“ segir Hirotaka Matsushima, talsmaður fyrirtækisins í viðtali við The Telegraph.

Það er kannski ekki að ástæðulausu að reykingapásur starfsfólks hafi valdið pirringi hjá þeim reyklausu, þar sem skrifstofa fyrirtækisins er staðsett á 29. hæð og þarf að fara niður í kjallarann til að reykja. Hver pása tekur því um korter.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Takao Asuka, sagðist vonast til að ákvörðunin myndi fá starfsmenn til að hætta að reykja og nú þegar hafa fjórir lagt sígaretturnar á hilluna til að fá fleiri frídaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Eyrún lenti í óskilvirkum frumskógi heilbrigðiskerfisins – „Allir þessir læknar spurðu mig nákvæmlega sömu spurninga“

Eyrún lenti í óskilvirkum frumskógi heilbrigðiskerfisins – „Allir þessir læknar spurðu mig nákvæmlega sömu spurninga“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kóngurinn spurði Son út í ástandið hjá Tottenham – Virðist lítið fylgja með

Kóngurinn spurði Son út í ástandið hjá Tottenham – Virðist lítið fylgja með
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Landsréttur skipar héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið fyrir – Gediminas geti tekið til varna

Landsréttur skipar héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið fyrir – Gediminas geti tekið til varna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.