Áður höfðu reyklausir starfsmenn sýnt pirring yfir því að félagar þeirra væru ítrekað að taka sér reykingapásur yfir daginn. Einn reyklausra starfsmanna fyrirtækisins setti síðan tillögu um frídagana í tillögukassa fyrirtækisins fyrr á árinu, þar sem kom fram að þessar ítrekuðu pásur væru að valda pirringi meðal starfsmanna.
Síðan fyrirtækið tilkynnti ákvörðun sína hafa 30 starfsmenn nýtt sér þessa aukafrídaga á launum.
„Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sá tillöguna og var sammála henni,“ segir Hirotaka Matsushima, talsmaður fyrirtækisins í viðtali við The Telegraph.
Það er kannski ekki að ástæðulausu að reykingapásur starfsfólks hafi valdið pirringi hjá þeim reyklausu, þar sem skrifstofa fyrirtækisins er staðsett á 29. hæð og þarf að fara niður í kjallarann til að reykja. Hver pása tekur því um korter.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Takao Asuka, sagðist vonast til að ákvörðunin myndi fá starfsmenn til að hætta að reykja og nú þegar hafa fjórir lagt sígaretturnar á hilluna til að fá fleiri frídaga.