fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024

Persónuleikapróf: Hvað sérðu fyrst á myndunum?

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. nóvember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuleikapróf eru alltaf skemmtileg.

Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan og athugaðu hvað þú sérð fyrst. Lestu síðan áfram til að sjá hvað það segir um persónuleika þinn, viðhorf þitt til lífsins og hvernig þér líður í dag.

BÍLL

Ef þú sérð bíllinn fyrst, þá þýðir það að frelsi er þér mikilvægt. Þú vilt ferðast á eigin hraða í lífinu og vilt að hlutirnir gangi eftir þínu höfði.

Bíllinn táknar líka eiginleika þinn að taka eftir smáatriðum og skilgreina allar aðstæður. Þessi eiginleiki getur stundum verið hættulegur, því hann getur litað dómgreind þína, sérstaklega þegar þú ert í erfiðum aðstæðum.

Og þrátt fyrir að eftirtektarsemi sé góður eiginleiki til að búa yfir, þá er einnig gott horfa á heildarmyndina af og til til að sjá önnur sjónarmið.

MAÐUR MEÐ KÍKI

Ef þú sérð fyrst mann með kíki, þá þýðir það að þú horfir almennt á heildarmyndina í stað þess að setja þig inn í smáatriði.

Og af því maðurinn fyllir út í myndina, þá ertu líklegri til að safna upplýsingum á snöggan hátt í stað þess að hugsa þær vel.

Þó það sé gott að horfa á heildarmyndina, þá er líka gott að setja sig inn í smáatriðin.

BÓKSTAFURINN A

Það er erfiðast að sjá bókstafinn A. Ef þú ert einn af fáum sem sjá hann fyrst, þýðir það að þú býrð yfir þeim sjaldgæfa eiginleika að sjá hluti sem aðrir sjá ekki.

Þú býrð yfir góðu innsæi og þú hugsar út fyrir boxið sem gerir þig að góðum spæjara.

KONA

Ef þú ert kona og sást konuna fyrst, búðu þig undir að frábærir hlutir bíði þín í framtíðinni. Konan á myndinni horfir upp, sama er með þig, jákvætt viðhorf þitt og sú von sem þú býrð yfir smitast yfir á þá sem eru nálægt þér. Það sýnir líka að þú ert ánægð með hver þú ert og ert sátt við þinn innri mann. Það er líka tákn um sjálfsöryggi og sjálfsstæði.

Ef þú ert karlmaður og þú sást konuna fyrst, þá þýðir það að hugur þinn er oft bundinn við hitt kynið. Það er kannski ákveðin kona sem þú ert með í huga sem veldur þér hamingju eða óhamingju, og þú sækir eftir að fá viðurkenningu frá henni. Hvort sem er, þá er best að setja fókusinn á þig og sjálfsöryggi þitt og allt mun verða eins og það á að vera.

KARL

Ef þú ert kona og þú sást karlinn fyrst, þá táknar það þörf þína fyrir að finna maka, eða ef þú átt maka, þá sýnir það tengingu þína við hann. Þú hugsar oft um hann sem er gott mál. Maðurinn á myndinni táknar heilbrigðar breytingar í ástarlífi þínu sem munu gerast fljótlega.

Ef þú ert karlmaður og þú sást manninn fyrst, þá táknar það að þú ert með áhyggur af einhverjum manni í vinnunni, vini eða jafnvel íþróttaliðinu þínu. Hvort sem er, þá ertu ekki rólegur og þú þarft að takast á við vandamálið og leysa það.

KRÓKÓDÍLL

Ef þú sást krókódílinn fyrst, sem er mjög líklegt, þá ertu praktískur og þér líkar ekki vel að taka áhættur í lífinu. Þú lifir varkáru lífi og þú átt það til að fókusera á neikvæða hluti frekar en þá jákvæðu. Reyndu að slaka á og njóta þín og lífsins meira.

BÁTUR

Ef þú sást bílinn fyrst þýðir það að þú hefur auga fyrir smáatriðum og ekkert fer framhjá þér. Það sýnir líka skapandi hlið þína og einstakan hátt þinn á að finna lausn á vandamálum og smáatriðum.

GAMALL MAÐUR

Ef þú sérð gamla manninn fyrst, þá hefurðu ríka samkennd og ert viðkvæm manneskja. Og þar sem þú þarft að horfa á myndina frá hægri til að sjá manninn fyrst þá sýnir það að þú notar hægra heilahvelið. Og þar sem hægra heilahvelið stjórnar sköpun, sýnir það að þú ert listrænn.

KONA

Ef þú sást konuna fyrst sýnir það að þú notar vinstra heilahvelið meira, en það stjórnar rökhugsun og greiningu, sem lýsir þér vel. Þú átt það til að hugsa allt tvisvar og skoða stöðuna vel áður en þú stekkur til og tekur ákvörðun. En þú ert líka bjartsýnn, vongóður og heilari, fólk leitar ráða hjá þér. Þú þarft bara að stjórna fullkomnunaráráttunni hjá þér og allt verður gott.

SÚLURNAR

Ef þú sérð súlurnar fyrst, þýðir það að þú ert búinn að koma þér vel fyrir í þægindahringnum og það gæti verið ástæðan fyrir því að þú nærð ekki að afreka allt sem þú vilt í lífinu. Þú þarft að fara út fyrir þægindahringinn og sjá heiminn í öðru ljósi til að öðlast nýtt sjónarhorn. Súlurnar staðfesta einnig að þú ert draumóramanneskja og rómantísk og þú átt það til að missa af mikilvægum atriðum.

MENNIRNIR

Ef þú sérð skugga mannanna fyrst, sýnir það að þú lætur ekkert halda þér niðri. Þú lifir lífi þínu til hins ýtrasta og áreynslulaust og þú átt auðvelt með að eignast nýja vini og tengjast fólki. Þú ert líka viðkvæm og góð manneskja og þú hjálpar þeim sem minna mega sín.

ANDLITIN

Ef þú sérð andlitin fyrst, þýðir að það þú ert úthverf og hefur gaman af að hafa fólk í kringum þig. Þú verður fyrir áhrifum frá ytra áreiti og orku, og þess vegna er mikilvægt fyrir þig að umkringja þig jákvæðu fólki sem styður við þig. Ekki láta neikvætt, kröfuhart og gagnrýnið fólk vera nálægt þér af því það mun draga úr jákvæðri orku þinni.

KERTASTJAKINN

Ef þú sérð kertastjakann fyrst, þýðir það að þú ert innhverf persóna sem velur þægindin heima fyrir frekar en annað. Þú finnur hvatningu og tilgang þinn heima bak við luktar dyr og þú nýtur þess að eiga þinn eigin tíma.

KONA

Konan á myndinni er í varnarstöðu með hnén beygð og hendur á höfðu Ef þú sást konuna fyrst, táknar það eins og er ertu tilfinningalega tóm. Konan táknar einnig innri endurskoðun. Kannski ertu á erfiðu tímabili í lífi þínu eða þú stendur frammi fyrir að þurfa að taka mikilvæga ákvörðun.

HAUSKÚPA

Hauskúpan táknar að þú ert núna í erfiðri stöðu og þér finnst engin leið fær út. Lífið er að kasta til þín erfiðleikum og áskorunum sem þú þarft að sigrast á til að verða sterkari og vitrari. Ekki missa vonina og stattu keikur því að þetta mun ganga yfir. Hauskúpan táknar einnig að þér finnst þú ekki metinn að verðleikum fyrir vinnuna þína.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Króli og Birta trúlofuð

Króli og Birta trúlofuð
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gummi Ben setur þessa kröfu eftir dráttinn – „Held við munum ná okkar besta árangri í sögunni“

Gummi Ben setur þessa kröfu eftir dráttinn – „Held við munum ná okkar besta árangri í sögunni“
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.