Inga Eyþórsdóttir byrjaði árið 2014 að setja karlana í skemmtilegar aðstæður í myndaalbúmi á Facebooksíðu sinni sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta.
„Þetta var nú bara alveg óvart,“ segir Inga aðspurð um af hverju hún byrjaði á myndaseríunni. „Ég setti eina mynd í gríni bara á mitt Facebook, sem fékk einhverja til að hlæja og bætti svo bara við ef mér datt eitthvað í hug sem mér fannst fyndið. Stundum hafa komið margar myndir í röð og svo líða oft mánuðir á milli þeirra.“
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr myndaseríu Ingu, en fleiri myndir má finna hér.
Bleikt hvetur síðan alla sem tök hafa á til að kaupa Neyðarkallinn og styrkja með því Slysavarnarfélagið Landsbjörg.