Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar standa fyrir fjáröflun um allt land sem kallast „Neyðarkall frá björgunarsveitum.“
Björgunarsveitafólk mun standa vaktina á fjölförnum stöðum þessa daga og selja Neyðarkall.
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson ásamt Elizu Jean Reid forsetafrú, hefja átakið formlega í Smáralind í Kópavogi kl. 16 í dag.
Hér má sjá skemmtilega myndaseríu um Neyðarkallinn.
Uppfært:
Sökum stjórnarmyndunarviðræðna hefur Guðni Th. afboðað komu sína í dag og verður hann því ekki í Smáralindinni eins og til stóð. Frú Eliza Jean Reid, forsetafrú mun mæta kl 16:00 og selja Neyðarkall frá björgunarsveitunum.