Graham er ötul talskona jákvæðrar líkamsvitundar og fyrri lína hennar, „Swimsuits for all“ sýndi það að konur í yfirstærð vilja ekki endilega hylja líkama sinn. Í nýju línunni „Essentials“ er fjölbreytt úrval bikinía og sundbola sem öllum konum, í öllum stærðum getur liðið vel í.
„Mig langaði að bjóða upp á línu af sniðum, sem myndu fá allar konur til að finnast þær kynþokkafullar og fullar af sjálfstrausti. Aðrar sundfatalínur gera oft ráð fyrir að konur með breiðar mjaðmir, brjóst og læri vilji hylja þau, en ég veit að svo er ekki. Eftir að herferðin mín, Sundföt fyrir alla, fékk jákvæð viðbrögð frá fólki alls staðar, þá vissum við að við yrðum að koma með línu sem hvetur konur lengra en auglýsingar um jákvæða líkamsvitund.
Hvaða sundfatasniði líður þér best í ?
„Bundið bikíni. Mantran mín er „minna er meira.“
Hvaða ráð áttu til að taka bestu bikiní myndina?
„Rokkaðu sjálfstraustið um leið og þú rokkar sundfötin. Losaðu þig við allar hugsanir eins og „það sést að ég er með cellulite“ og áttaðu þig á að það eru allir óöruggir. Fyrsta skrefið til að komast yfir óöryggið er að sleppa því að hylja gallana og sýna þá.“
Hvað er mest spennandi við að verða 30 ára?
„Það er skondið af því að stundum hugsa ég, „bíddu ég er ekki orðin 30 ára?,“ ég er búin að vinna síðan ég var 15 ára. Fertugsaldurinn er glænýr áratugur fyrir mig til að sigrast á og ef hann er eitthvað í stíl við þrítugsaldurinn þá verður hann frábær! Ég elska konuna sem ég er orðin að og hlakka til að hvetja konur á öllum aldri í mörg ár til viðbótar.“
Ef þú gætir farið til baka í tíma og gefið 20 ára gamalli þér ráð, hvað myndir þú segja henni?
„Ekki taka nei sem svar. Haltu áfram, þú ert að gera góða hluti stelpa!“