Hér er splunkuný mynd af Naglanum.
Berskjaldaðri.
Án farða. Án filters.
Klukkan núllsex að morgni.Nývöknuð.
Með bauga. Með þreytt augu. Sigin augnlok.
Á leið á æfingu. Ekki að nenna því samt.
Klósettsetan opin. Óskúraðar flísar.
Sjampóbrúsar kúldrast saman. Sumir tómir.
Tannkremstúpan týndi tappanum sínum fyrir löngu.
Vanalega myndi Naglinn löðra meiki á æðasprungnar nasir og kinnar.
Veðurbarið smettið eins og á Gísla Súrssyni.
Maka svertu í þunnar augabrúnirnar.
Löðra hyljara í baugana.
Greiða gegnum skítugar lýjur og setja í fallegan hnút.
Taka síðan uppstillta mynd og velja fallegan fílter.
Sem felur baugana.
Samfélagsmiðlar geta verið harður húsbóndi.
Þeir birta okkur leikritið.
Bara það sem við megum sjá.
Myndir á Instagram.
Þar sem allt er snurfusað og sópað.
Flöffaðir púðar í Epal sófanum.
Eldhúsborðið berrassað eins og í fasteignaauglýsingu.
Fyrir utan Omaggio vasa með nýafskornum túlípönum.
Og nýbakaðri hnallþóru.
Og mamman urlandi fersk á leiðinni á æfingu
#hardcoremamma
Við fáum ekki að sjá baksviðs.
Þar sem allt er í kaos. Leikarar hlaupa um á nærbrók.
Setjast í sminkstólinn og sparsla í hrukkurnar.
Að pósta glimmerstráðum sýndarveruleika slær bara ryki í augu samferðafólksins.
Sem innrætir „ekki-nóguna“ hjá þeim sem skrolla í gegnum snjallsímann.
Það er ekki starf Naglans að telja ykkur trú um að vera með allt á tandurhreinu.
Því það er svo fjarri veruleikanum….. því Naglinn man ekki hvenær baðherbergisgólfið var skúrað.
Það er enginn fílter í raunheimum.
Hér er splunkuný mynd af Naglanum. Berskjaldaðri.Án farða. Án filters. Klukkan núllsex að morgni.Nývöknuð.Með…
Posted by Ragga Nagli on 8. október 2017