Þau hafa gefið það upp áður að þau vilja ala börnin sín upp á venjulegan hátt og núna hefur Kunis sagt frá nýrri jólahefð þeirra, sem mun byrja næstu jól, engar gjafir handa börnunum.
Kunis sagði að foreldrar þeirra hefðu spillt börnunum, Wyatt Isabelle 3 ára og Dimitri Portwood 11 mánaða, síðustu jól og þess vegna væri reglan núna sett á.
„Hingað til höfum við haft þá reglu hjá okkur að börnin fá ekki gjafir. Núna ætlum við að setja hana fram vegna þess að þegar börnin voru yngri en eins árs skipti hún ekki máli. Á jólunum í fyrra þá var Wyatt tveggja ára og þetta var bara of mikið, við gáfum henni ekkert, bara afar hennar og ömmur.“
„Barnið kann ekki lengur að meta eina gjöf. Það hefur ekki einu sinni hugmynd um hverju það á von, það á bara von á dóti,“ segir Kunis.
Þannig að í ár hafa þau beðið foreldra sína um að gefa frekar framlag til banaspítala, eða til einhvers dýrs eða bara hvað sem þau vilja.
Þeim finnst mikilvægt að spilla ekki börnunum í uppeldinu. „Já við ætlum ekki að ala upp skíthæla, það er nóg af þeim í heiminum, við þurfum ekki að bæta við fleirum,“ segir Kunis. „En það er auðvitað til gott fólk líka.“
Hún hefur áður rætt um uppeldisaðferðir hennar og Kutcher, þar sem þau ala börnin sín upp við að vera „fátæk.“ „Okkur finnst það mikilvægt þar sem við komum bæði frá fátækum heimilum, höfum þurft að berjast fyrir okkar og vitum hvers virði krónan er. Við höfum aldrei fengið neitt up í hendurnar. Við kennum þeim að mamma og pabbi eigi peninga, en ekki þau. Þú ert fátækur, þú átt ekkert. Mamma og pabbi eiga bankareikning.“
Þau hjónin glíma þó ekki lengur við neina fátækt, eignir Kutcher eru um 108 milljónir dollara og Kunis um 23 milljónir dollara.