Eftir tónleikana komu þau Elísabetu á óvart og hitti hún Celine. Aðspurð hvernig var að hitta hana segir Elísabet:
„Ég hef alltaf ímyndað mér hvernig ég myndi haga mér þegar ég myndi hitta heimsfræga stórstjörnu sem ég lít svona mikið upp til. Fjölskyldan mín sem ég á þarna úti kom mér á óvart. Ég vissi ekki af þessu fyrr en hún gekk inn í herbergið og ég missti andlitið og kom ekki upp orði í sirka mínútu. Einhver hafði sagt henni frá því að ég væri söngkona og við spjölluðum um tónlist og raddvandræði, en hún var búin að vera í vandræðum og næstum búin að aflýsa tónleikunum. Ég hefði ekki lifað það af, enda er hitt idolið mitt, Adele nú þegar búin að cancela tónleikum í ár sem ég átti miða á af svipuðum ástæðum. Ég hefði án efa farið að skæla eins og krakki! En sem betur fer fór allt vel og þetta var eitt ótrúlegasta kvöld sem ég mun upplifa. Er ennþá að ná utan um þetta.“