fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Stopp! Hugvekja/Tónleikar um geðheilheilbrigði fara fram á Gauknum í kvöld

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 5. október 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugvekju/minningartónleikar fara fram í kvöld á Gauknum undir yfirskriftinni: Stopp! Hugvekja/Tónleikar um geðheilheilbrigði.

Markmiðið er að stöðva fáfræði og fordóma gagnvart geðsjúkdómum og stuðla að því að einstaklingar sem þjást af þeim fái þá hjálp sem þeir eiga skilið. „Tölum um hlutina – geðsjúkdómar eru ekkert til að skammast sín fyrir,“ segja skipuleggjendur tónleikanna, Bylgja Guðjónsdóttir og Elín Jósepsdóttir.

Þær hafa fengið til liðs við sig níu hljómsveitir sem munu flytja tónlist á viðburðinum auk þess sem sálfræðingar munu leiða umræðu um geðheilbrigði.

Hljómsveitirnar sem koma munu fram eru:
World Narcosis
Mighty bear
We made god
Skaði
Great Grief
Dynfari
Geiri & Dagur úr Churchhouse Creepers
Aeterna
Atómstation

Á milli hljómsveita mun Andrea Jónsdóttir rokkamma íslands koma og segja nokkur vel valin orð ásamt Hönnu frá 1717.

Húsið opnar kl. 19, en dagskrá byrjar kl. 19.30 og stendur til kl. 01.
Sálfræðingarnir Kristján Helga og Tómas munu opna dagskrána og jafnframt leiða umræðu um geðheilbrigði.

Minningarleiði verður sett upp þar sem fólk getur komið með myndir, blóm eða persónulega hluti til að minnast þeirra sem þeir hafa misst.

Frítt verður inn á tónleikana en frjáls framlög eru vel þegin. Framlög munu renna óskert til sjálfsvígsforvarnarsamtakanna Pieta.

„Við hvetjum alla þá sem láta geðheilsu sig varða til að koma og sýna samstöðu á þessu kvöldi. Þetta er málefni sem snertir okkur öll sem eitt. Komum saman til að syrgja, sakna, vera reið, hættum ekki að hneykslast og nýtum þessa orku til að gera hvert öðru gott! Okkur er ekki sama, þið eruð öll dýrmæt og við viljum ekki missa fleiri. Farið vel með ykkur elsku vinir.“


Ein þeirra hljómsveita sem stígur á stokk í kvöld er Atomstation. „Við erum stoltir þátttakendur í þessu verkefni og kunnum þeim Bylgju og Elínu bestu þakkir fyrir að koma því í kring.  Sjálfir erum við áhugamenn um geðheilbrigði, eða öllu heldur geðóheilbrigði, og teljum þörf á áframhaldandi umræðu um bætt geðheilbrigðiskerfi og frekari úrlausnir fyrir fólk í geðrænum vanda.  Fyrsta platan okkar fjallaði til að mynda að miklu leyti um geðveiki og við trúum að virk umræða í samfélaginu sé ómissandi þáttur í að koma okkur öllum á fórdómalausari og betri stað þar sem við verðum færari til að hjálpa hvert öðru,“ segir Prins Grímsson gítarleikari í Atomstation.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Matur
Fyrir 6 klukkutímum
Draumabitar Láru
Fyrir 6 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Draumalandið Ísland

Björn Jón skrifar: Draumalandið Ísland
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Markaveisla í þremur viðureignum – United tapaði á Old Trafford

England: Markaveisla í þremur viðureignum – United tapaði á Old Trafford
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu
433
Fyrir 11 klukkutímum

Viss um að þetta sé leikmaðurinn sem kemur Arsenal yfir línuna

Viss um að þetta sé leikmaðurinn sem kemur Arsenal yfir línuna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Rútuslys á Hellisheiði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.