„Ég lýsi nýja verkinu þannig að í því er hrein tilfinning yrt og endurtekin aftur og aftur eins og drillur. Í kjölfarið ákváðum við að byrja upp á nýtt. Fullkomin umbreyting á hljóði okkar og texta krafðist einfaldlega mikillar sjálfskoðunar og breytinga innra með. Þremur viðburðaríkustu mánuðum í mínu lífi seinna stóðum við Helgi Ársæll stoltir með okkar fyrstu plötu í fullri lengd tilbúna; Ekkert Er Eilíft. Ég hefði kannski ekki getað fundið ostalegri titil, en af öllum austfirsku möntrunum er þessi mér kærust.“
„Stuttu eftir þessa ákvörðun þá breytist allt samhliða – án þess að ég leyfði einu sinni fólki að heyra né vita. Það var magnað. Þar sem ég lá einn uppi í hljóðveri í einhverjum pælingum, þá laðaði ég skyndilega allt öðruvísi fólk að mér. Allt í einu, með smávegis breytingu á fókusnum í sjálfum mér, sem fékkst með því að leggja skjöldinn niður og skapa alveg óritskoðað umkringdi ég mig af svo ótrúlega góðu og hæfileikaríku fólki – sem ég tengi miklu meira við en fortíðartröllin.“
https://www.youtube.com/watch?v=yiJLKXCzW_M
Hin þokkafulla fyrirsæta og leikkona María Birta fer með aðalhlutverkið á móti Jarlinum í myndbandinu Ekkert er eilíft, Haukur Björgvinsson (Hawk) leikstýrði og Chanel Björk pródúseraði.