„Við erum gríðarlega stoltir af þessu lagi og hlökkum mikið til að flytja þetta „live,“ segja strákarnir, sem hafa verið duglegir undanfarin misseri í spilamennsku og hyggjast ekkert slaka á í framtíðinni.
Lagið er komið til allra útvarpsstöðva landsins, á YouTube, Spotify og Soundcloud.
Breiðskífan kemur út mánaðamótin febrúar/mars og verða útgáfutónleikar í kjölfarið. Fram að þeim munu þeir spila víðs vegar og næst á minningar- og styrktartónleikum fyrir fjölskyldu Andreu Eirar mánudaginn 6. nóvember næstkomandi. „Þar munum við að sjálfsögðu frumflytja lagið okkar ásamt því að spila okkar helstu lög.“