fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025

Minningar og styrktartónleikar fyrir fjölskyldu Andreu Eirar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. október 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minningar og styrktartónleikar verða haldnir mánudagskvöldið 6.nóvember fyrir fjölskyldu Andreu Eirar Sigurfinnsdóttur.

Andrea Eir veiktist fyrr í mánuðinum og fékk hún vírus í hjartað og bráða hjartabólgu. Miðvikudaginn 11. október var hún flutt með sjúkraflugi á Karólinska sjúkrahúsið í Svíþjóð. Andrea Eir lést 15.október síðastliðinn aðeins fimm ára gömul.

Mikill kostnaður skapast við þessar aðstæður og hafa vinir og aðstandendur fjölskyldunnar því ákveðið að halda tónleika með landsfrægu tónlistarfólki
þetta kvöld þeim til styrktar.

Kynnir er Theodór Francis Birgisson

Fram koma:
Páll Óskar og Monika
Regína Ósk
Magnús Kjartan
Ylja
Helgi Björnsson
Guðrún Árný
Karitas Harpa
Gunnar Ólason
Hreimur og Made in sveitin

Tónleikarnir verða í Selfosskirkju mánudagskvöldið 6. nóvember næstkomandi kl. 19.30 og er miðaverð 3.500 kr. Frítt fyrir börn 5 ára og yngri.
Miðasala byrjar miðvikudaginn 1. nóvember næstkomandi og verður í Dýraríkinu á Selfossi og í Reykjavík, Verzluninni Borg í Grímsnesi og Skálanum Stokkseyri.

Þeim sem ekki komast á tónleikana en vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á styrktarreikning sem er á nafni Guðrúnar Jónu Borgarsdóttur, móðir Andreu:

Reikningur: 0586-26-850105 – Kennitala: 041177-3499.

Kristján Hreinsson skáld samdi ljóð í minningu hennar og Hjalta Jakobs Ingasonar, sem lést í bruna á Stokkseyri þann 1. júlí 2016.

TVÆR SÁLIR

Um nótt á meðan vetrarvindur hlær
þá virðist þessi heimur laus við gleði
í sáran huga koma kistur tvær
sem kyrrðin geymir nú í moldarbeði.

Þar hurfu sálir tvær úr bjartri byggð
sem burt þær kaldur vindur hefði hrakið
en hérna sálir þessar þráðu tryggð
og þráin hafði ýmsar spurnir vakið.

Þær sálir gátu ekki veitt sér vörn
og vissu afar fátt um óttans gildi
þau voru hérna bara lítil börn,
sem báðu einungis um ást og mildi.

Við finnum hvorki svör né sanngjörn ráð
er sorgmædd hjörtun heyra vindinn gnauða
því þegar í þau mál með spekt er spáð
þá spyrjum við um tilgang lífs og dauða.

Að morgni skreytir birta skýjaborg
og bitur vindur virðist undan láta
en þar sem börnin léku, situr sorg
og söknuður sem latur hjörtun gráta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Auður: „Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið“

Auður: „Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

„Það þýðir ekki að ræða Marcus núna“

„Það þýðir ekki að ræða Marcus núna“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spilaði sinn síðasta leik í dag

Spilaði sinn síðasta leik í dag
Matur
Fyrir 16 klukkutímum
Draumabitar Láru
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Orðið á götunni: Mogginn „gleymdi“ Rósu þegar hneykslast var vegna tvöfaldra tekna í desember

Orðið á götunni: Mogginn „gleymdi“ Rósu þegar hneykslast var vegna tvöfaldra tekna í desember
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.