Kvennakvöldið verður í Sjónarhól, sal Kaplakrika og opnar húsið kl.19:30. Það kostar 2000 krónur inn og mun inngöngumiðinn gilda sem happdrættismiði, hægt verður að kaupa fleiri miða á staðnum. Meðal vinninga eru hótelgistingar, þyrluflug, út að borða, gjafabréf á snyrtistofum, líkamsrækt, fallegir hlutir á heimilið og húðflúr. Allur ágóði kvöldsins mun renna til tækjakaupa Bjarkarinnar.
„Allar konur eru velkomnar og eru konur hvattar til að taka með sér vinkonur, systur, mömmur, dætur og ömmur,“ segir Helga Reynisdóttir, einn skipuleggjenda kvennakvöldsins.
Kynnir kvöldsins er Eva Ruza. Söngkonurnar Jóhanna Guðrún og Bryndís Ásmunds munu troða upp ásamt leynigesti.
Fyrirtæki íslenskra kvenna og hugvit verða í fyrirrúmi og munu vera sýningar og sölubásar á staðnum.
Hægt er að kaupa miða við innganginn eða með því að senda tölvupóst á ljosukvennakvold@gmail.com eða með því að leggja inn á Ljósmæðrafélagið og setja þar í skýringu Kvennakvöld og fjölda miða, reikningsnúmer er 0336-03-401080, kt 560470-0299. Miðarnir munu þá bíða eigenda síns við innganginn á Sjónarhóli.