fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025

Ljósmæðrafélagið heldur kvennakvöld í Kaplakrika

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. október 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmæðrafélagið heldur kvennakvöld í kvöld í fyrsta sinn.

Kvennakvöldið verður í Sjónarhól, sal Kaplakrika og opnar húsið kl.19:30. Það kostar 2000 krónur inn og mun inngöngumiðinn gilda sem happdrættismiði, hægt verður að kaupa fleiri miða á staðnum. Meðal vinninga eru hótelgistingar, þyrluflug, út að borða, gjafabréf á snyrtistofum, líkamsrækt, fallegir hlutir á heimilið og húðflúr. Allur ágóði kvöldsins mun renna til tækjakaupa Bjarkarinnar.
„Allar konur eru velkomnar og eru konur hvattar til að taka með sér vinkonur, systur, mömmur, dætur og ömmur,“ segir Helga Reynisdóttir, einn skipuleggjenda kvennakvöldsins.

Kynnir kvöldsins er Eva Ruza. Söngkonurnar Jóhanna Guðrún og Bryndís Ásmunds munu troða upp ásamt leynigesti.

Fyrirtæki íslenskra kvenna og hugvit verða í fyrirrúmi og munu vera sýningar og sölubásar á staðnum.

Hægt er að kaupa miða við innganginn eða með því að senda tölvupóst á ljosukvennakvold@gmail.com eða með því að leggja inn á Ljósmæðrafélagið og setja þar í skýringu Kvennakvöld og fjölda miða, reikningsnúmer er 0336-03-401080, kt 560470-0299. Miðarnir munu þá bíða eigenda síns við innganginn á Sjónarhóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Auður: „Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið“

Auður: „Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Orðið á götunni: Mogginn „gleymdi“ Rósu þegar hneykslast var vegna tvöfaldra tekna í desember

Orðið á götunni: Mogginn „gleymdi“ Rósu þegar hneykslast var vegna tvöfaldra tekna í desember

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.