En í raun má segja að Eyþór Ingi hafi ekki verið einn því allir helstu skemmtikraftar þjóðarinnar stigu á stokk með honum, eða réttara sagt í túlkun og eftirhermu Eyþórs Inga. Þeirra á meðal voru Egill Ólafsson, Megas, Páll Óskar, Bubbi svo aðeins örfáir séu taldir. Gerði Eyþór Ingi óspart grín á milli laga og einnig að sjálfum sér, en hann er með ADHD og sagði það til dæmis gera það að verkum að „í stað þess að gera set lista, þá mæti ég bara með fullt af drasli og geri eitthvað!“
Salurinn bókstaflega veltist um af hlátri og stundum mátti varla á milli sjá hverjir skemmtu sér betur, Eyþór Ingi eða áhorfendur. En það er klárt mál að ADHD hefur aldrei verið skemmtilegra.
Næst á dagskrá hjá Eyþóri Inga eru jólatónleikar víðsvegar um landið frá 30. nóvember til 22. desember, en hann hefur ákveðið að endurtaka Allar bestu hliðar tónleikana þann 9. febrúar næstkomandi í Bæjarbíói.