Ungmennasamband Kjalarnesþings eða UMSK eru samtök íþróttafélaga á Álftanesi, í Garðabæ, Kjósarhreppi, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Fjöldi para keppti í latín- og standarddönsum og var mikil gleði og keppnisskap í Smáranum.
Á meðal þeirra sem kepptu voru danspörin María Tinna Hauksdóttir og Gylfi Már Hrafnsson og Lilja Rún Gísladóttir og Kristinn Þór Sigurðsson. Bæði pörin urðu tvöfaldir meistarar á mótinu.
María Tinna og Gylfi Már keppa í bæði latín- og standarddönsum og unnu til verðlauna í bæði.
Lilja Rún og Kristinn Þór kepptu hinsvegar í latíndönsum í ungmennaflokki og í fullorðinsflokki og unnu þá báða.