Hann var um árabil formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og hlaut gullmerki UMFG árið 2015.
Ákvað körfuknattleiksdeildin að styðja við bakið á fjölskyldu Magnúsar Andra og láta aðgangseyri á leik Grindavíkur og Tindastóls sem fram fór í Grindavík í kvöld, sem og á báðum leikjum kvennaliðsins um helgina renna til fjölskyldu Magnúsar Andra. Eftirlifandi eiginkona hans er Hjörtfríður Jónsdóttir og eiga þau þrjú uppkomin börn, Ernu Rún, Berglindi Önnu og Hjalta.
Magnús Andri og stórfjölskylda hans hafa síðustu ár hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu og ávallt til styrktar Alzheimersamtökunun, en Hjörtfríður greindist með sjúkdóminn fyrir fimm árum síðan, aðeins 51 árs að aldri.
Þess má geta að andstæðingar Grindavíkur í leiknum, körfuknattleiksmenn Tindastóls byrjuðu kvöldið á að greiða sig inn á leikinn.
Munum að á landsvísu erum við ein fjölskylda.