Ástin fær okkur til að trúa.
Ástin fær okkur til að dreyma.
Ástin gerir okkur hamingjusöm og fullnægð.
Ástin er góð og þolinmóð.
Ástin græðir.
Ástin fyrirgefur.
Ástin gerir okkur að betri manneskjum.
Hvað er það sem fær okkur til að trúa á „hamingjusöm til æviloka“? Hvað er það sem fær okkur til að segja „Ég mun elska þig að eilífu“?
Hvað veldur því að ástin visnar og deyr? Getum við séð fyrir að slíkt muni gerast, getum við komið í veg fyrir að það gerist?
Einstaklingar gefast upp á ástinni af mismunandi ástæðum eftir því í hvaða stjörnumerki þeir eru. Lestu áfram og jafnvel mun lesningin aðstoða þig við að taka betri ákvarðanir í sambandi þínu, þar sem hún gefur innsýn í hvað maka þínum finnst óþolandi og hvað þú getur gert til að koma í veg fyrir að sambandið endi.
Við tökum stjörnumerkin fyrir eitt í einu og byrjum á Sporðdrekanum (23. október – 21. nóvember)
Þegar Sporðdrekinn er ástfanginn elskar hann af öllum sínum mætti. Þeir elska og taka fólki alveg eins og það er, með kostum og göllum.
Það sem Sporðdrekinn elskar meira en allt er hreinskilni. Þeir eru ekki dómharðir og þeir munu samþykkja allt það versta sem þú hefur gert og elska þig samt svo lengi sem þú ert opinn og viðkvæmur gagnvart þeim.
Hreinskilni er þitt besta tæki þegar kemur að þessu stjörnumerki. Ef Sporðdreki kemst að því að þú hefur logið og haldið sannleikanum fyrir þig þá mun hann ekki komast yfir það. Hann er langrækinn og þó að hann geti fyrirgefið, þá mun hann aldrei gleyma.