fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Móðir deilir einföldu og sniðugu ráði til að fá börn til að taka lyfin sín

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. október 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helena Lee, móðir sem búsett er í Englandi, deildi einföldu og sniðugu ráði á Facebook og hafa aðrir foreldrar lofað hana í hástert fyrir og fjöldi fólks látið sér líka við færsluna og deilt henni áfram.

Eins og allir foreldrar vita þá eru börnin okkar stundum veik og þurfa meðal í veikindunum. Lee fann þó „trikk“ til að koma lyfinu ofan í barnungan son sinn, án þess að dropi færi til stillis og án þess að hann gréti úr lungum við að þurfa að innbyrða ógeðið sem lyf oftast eru.

Hún setti einfaldlega lyfið í sprautu og síðan í pelatúttu sonarins, þar sem hann drakk lyfið sæll og glaður.

Skrifar hún á Facebook að hún hafi reynt í sólarhring til að fá hann til að taka lyfið með þeim afleiðingum að hann var allur útataður í því. Þá mundi hún eftir að hafa séð þetta „trikk.“

„Það fór ekki dropi til spillis og engin tár. Deilið endilega með öllum mömmum sem þið þekkið.“

Færslan fékk fljótlega góð viðbrögð og hafa yfir 120 þúsund deilt henni og þúsundir skrifað athugasemdir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

María gleymir aldrei góðverki Skagamanna: „Fyrstu góðu minningarnar eftir hörmulegan vetur“

María gleymir aldrei góðverki Skagamanna: „Fyrstu góðu minningarnar eftir hörmulegan vetur“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

16 ára strákur verður hluti af aðalliðshóp Amorim

16 ára strákur verður hluti af aðalliðshóp Amorim
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fær lítið sem ekkert að spila en er gríðarlega mikilvægur – ,,Einn besti liðsfélagi sem ég hef átt“

Fær lítið sem ekkert að spila en er gríðarlega mikilvægur – ,,Einn besti liðsfélagi sem ég hef átt“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum