fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Lífið í lit – Bókin sem er að slá í gegn!

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. október 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Lífið í lit eftir norska höfundinn Dagny Thurmann-Hoe er komin út. Ísland er fyrsta landið sem þýðir bókina, sem hefur fengið mjög góð viðbrögð.

Guðrún Lára Pétursdóttir er þýðandi bókarinnar og segist hún hafa heillast af bókinni um leið og hún fékk eintak af henni í hendurnar.

Guðrún Lára er 41 árs, gift, þriggja barna móðir, bókmenntafræðingur að mennt og starfar í lausamennsku í alls kyns textavinnu, ritstjórn, umfjöllun um bókmenntir og er Lífið í lit fyrsta bókin sem hún þýðir.

Aðdragandinn ar sá að útgefendur sáu bókina á bókamessu erlendis og voru spenntir fyrir henni. Þær höfðu samband við mig þar sem ég er áhugakona um innanhússhönnun og slíkt, hvort að ég vildi kíkja á hana og hvort mér myndi lítast á hana. Ég tók við henni og hélt að mér myndi ekki lítast á hana svona fyrir fram. Það var önnur kápa á norsku útgáfunni og mér fannst hún líta út fyrir að vera einhver föndurbók. En svo opnaði ég og byrjaði að lesa og fann að ég var alltaf að hugsa um bókina og horfa á umhverfið eftir því sem ég las í bókinni.

Þannig að ég átti bara erfitt með að skila henni og sagði við þær að ég yrði bara að eiga hana og mér litist vel á hana. Þannig að þær fengu mig til að þýða hana. Bókin er mjög eigulegur gripur. Svo var ég búin að skila bókinni og var að segja fólki frá henni og sá bara að ég þurfti að eiga hana. Bókin er mjög eigulegur gripur. Svo var ég búin að skila bókinni og var að segja fólki frá henni og sá bara að ég þurfti að eiga hana.

Bókin kom út í ársbyrjun í Noregi og er Ísland fyrsta landið sem þýðir bókina. Höfundur bókarinnar hefur unnið hjá stórri málningarverslun í Noregi, Fargeriket og rekur í dag fyrirtækið Fargestudio þar sem hún heldur fyrirlestra um liti, litaráðgjöf og slíkt.

Bókinni er skipt í kafla og í þeim fyrsta fjallar höfundurinn um litafræði í víðum skilningi, allt frá virkni augans í uppbyggingu litahringsins og þýðingu lita fyrir manninn, aftur í forsögulegan tíma. Hún dregur fram þá mynd að náttúrulegt umhverfi mannsins er litaríkt, þar var auðvelt að nálgast fæðu. Liturinn er tákn lífsins. Svo fjallar hún um hvaða áhrif litir hafa á fólk.

Með þann grunn fjallar hún um liti í borgarumhverfi, byggingum, utan á húsum, hvernig í rauninni borgarumhverfi verður sífellt litlausara, sem dæmi má nefna muninn á Selja- og Salahverfi. Það er sláandi munur á litamyndinni. Það fyrra er rótgróið og ágætlega litríkt, það seinna eru bara grá og hvít þök.

Hún fjallar líka um liti í fatnaði, bílum og á heimilum. Hún fer vel í það í bókinni hvernig hvíti veggjaliturinn, sem okkur finnst mjög hlutlaus, hvernig hann er tískusveifla og á leiðinni niður. Núna eru litirnir í uppsveiflu.

Með bókinni gefur höfundur manni verkfæri í að skapa persónulegan stíl með litanotkun, það eru viðmið í bókinni, en engar reglur. Það kemur skýrt fram í bókinni að þetta snýst ekki um hvað þú átt að kaupa, heldur hvernig finnur þú eigin stíl, hvað skiptir þig máli, hvað finnst þér fallegt og hvaða litir heilla þig. Maður lítur öðrum augum á litina eftir að hafa lesið bókina.

Það er ein opna sem dæmi sem kennir manni að skilja NCS litakóðann, það fannst mér ótrúleg uppljómun. Ég sé fyrir mér að þegar maður fer að mála þá getur maður flett upp og spáð í hvaða liti maður á að velja saman. Ég sé fyrir mér að þetta sé bók sem getur lifað mjög lengi.

Lífið í lit er komin út og er bók vikunnar á Heimkaup.is. Útgáfuboð er síðan í dag kl. 17 í verslunni Snúran Ármúla 38.

Lífið í lit á Facebook.

Lífið í lit á Instagram. 

Höfundur bókarinnar á Facebook. 

Höfundar bókarinnar á Instagram. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.