Heiðursforsýning var á íslensku kvikmyndinni Rökkur í þremur sölum Smárabíói í gær. Aðstandendur myndarinnar og fjöldi góðra gesta beið spenntur eftir að sjá nýjustu rósina í hnappagat íslenskrar kvikmyndagerðar.
Rökkur fjallar um Gunnar og Einar, sem Björn Stefánsson og Sigurður Þór Óskarsson leika, sem áttu í ástarsambandi og uppgjör þeirra eftir að sambandinu lýkur. Myndin er dramatískur spennutryllir og var hún tekin upp á Snæfellsnesi.
Leikstjóri myndarinnar, handritshöfundur og einn þriggja framleiðenda er Erlingur Óttar Thoroddsen en er þetta er hans önnur mynd í fullri lengd.
Þrátt fyrir að myndin rati fyrst núna í kvikmyndahús á Íslandi, hefur hún verið sýnd á fjölda kvikmyndahátíða erlendis, en hún var fyrst sýnt erlendis í febrúar á þessu ári. Rökkur hefur vakið mikla athygli, unnið til verðlauna og fengið góðar viðtökur bæði áhorfenda og gagnrýnenda. Það verður því spennandi að sjá hvernig íslenskir bíógestir taka Rökkur.