Bjarni Ara bauð upp á góða afmælisveislu ásamt gestum.
Árið 1987 steig ungur drengur á svið í Látúnsbarkakeppni Stuðmanna í Tívóli í Hveragerði. Drengurinn, Bjarni Arason, sem var aðeins 16 ára gamall kom sá og sigraði og hefur síðan heillað landsmenn með söng og sviðsframkomu.
Bjarni hefur gefið út sjö breiðskífur, sungið lög á fjölmargar safnplötur, sungið með Milljónamæringunum, komið fram í ótal sýningum og tónlistarviðburðum. Síðastliðna hélt hann upp á 30 ára söngafmæli með tónleikum í Háskólabíói. Lög eins og Karen, Bara ég og þú, Það stendur ekki á mér, Sól á síðdegi og Beautiful Maria of My Soul voru á efnisskránni.
Góðir gestir sungu með Bjarna á tónleikunum, þar á meðal eiginkona hans og dætur þeirra og Arnar Freyr Gunnarsson sem sigraði Látúnsbarkakeppnina árið 1988.
Tveir Látúnsbarkar taka lagið saman, Arnar Freyr og Bjarni.Glæsilegt par, Ívar Guðmundsson og Dagný Dögg Bæringsdóttir, eru dugleg að sækja tónleika.Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson ber ábyrgð á mörgum af bestu lagatextum okkar.Fallegar systur, Elín og Arnhildur Reynisdætur.Menningarhjón, Guðmundur Árni Stefánsson og Jóna Dóra Karlsdóttir.Hjónin Bjarni Arason og Silja Rut Ragnarsdóttir.Sungu báðar með pabba: Bjarni með dætrunum Kamillu Rós og Thelmu Ósk.Góðir vinir: Soffía Ísabella yngsta dóttir Bjarna og vinur hennar Stefán Kári Stefánsson.Flott fjölskylda: Eyjólfur Kristjánsson og Sandra Lárusdóttir ásamt dætrunum Stefaníu Agnesi Þórisdóttur og Guðnýju Eyjólfsdóttur.Karen Kjerúlf Björnsdóttir og foreldrar hennar Björn Traustason og Sigríður Kjerúlf Frímannsdóttir.Feðgin syngja saman: Bjarni og Thelma Ósk.
Páll og Elín.Bergþóra og Laufey.Jón Kr. Ólafsson og Guðmundur.