Árið 1987 steig ungur drengur á svið í Látúnsbarkakeppni Stuðmanna í Tívóli í Hveragerði. Drengurinn, Bjarni Arason, sem var aðeins 16 ára gamall kom sá og sigraði og hefur síðan heillað landsmenn með söng og sviðsframkomu.
Bjarni hefur gefið út sjö breiðskífur, sungið lög á fjölmargar safnplötur, sungið með Milljónamæringunum, komið fram í ótal sýningum og tónlistarviðburðum. Síðastliðna hélt hann upp á 30 ára söngafmæli með tónleikum í Háskólabíói. Lög eins og Karen, Bara ég og þú, Það stendur ekki á mér, Sól á síðdegi og Beautiful Maria of My Soul voru á efnisskránni.
Góðir gestir sungu með Bjarna á tónleikunum, þar á meðal eiginkona hans og dætur þeirra og Arnar Freyr Gunnarsson sem sigraði Látúnsbarkakeppnina árið 1988.