Eignin sem er ríflega 616 fermetrar og í spænskum stíl er staðsett í Mulholland Estates, hverfi sem er lokað af og með eigin öryggisgæslu, þar hafa stjörnur erins og Christina Aguilera og DJ Khaled búið.
Til viðbótar við öryggisgæsluna á svæðinu býr eignin yfir fimm svefnherbergjum, sex baðherbergjum, gosbrunni, kvikmyndahúsi, sundlaug, spa, eldstæði, tennisvelli og leikvelli.
Á meðal fyrri eigenda hússins eru Charlie Sheen og fyrrum eiginkona hans, Brooke Muller og á undan þeim, eigandi körfuboltaliðsins Detroit Piston´s, Tom Gores.