Risaeðlurnar, lokahluti leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn föstudag.
Uppselt var á sýninguna og beið fjöldi prúðbúinna gesta spenntur eftir verkinu, enda hafa fyrri verk Ragnars hlotið einróma lof bæði áhorfenda og gagnrýnenda. Gullregn og Óskasteinar hlutu báðar fjölda tilnefninga til Grímunnar og Grímuverðlaun.
Ragnar Bragason leikstýrir og skrifar handrit, Halfdan Pedersen er leikmyndahönnuður, tónlist er í höndum Mugison og í helstu hlutverkum eru Edda Björgvinsdóttir, Pálmi Gestsson, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Hallgrímur Ólafsson og María Thelma Smáradóttir.