fbpx
Laugardagur 28.desember 2024

„Nauðgarinn var kærastinn minn – Ég kallaði hann besta vin minn“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 22. október 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú hugsun að kynferðislegt ofbeldi og áreitni gerist bara í partýum, í bænum eða þar sem flestir eru undir áhrifum.

Að maður hafi verið að biðja um það, hefði ekki átt að vera svona klædd og allt það kjaftæði.

Mín reynsla er ekki þannig.

Nauðgarinn var kærastinn minn.

Ég kallaði hann besta vin minn.

Við vorum 17 ára, saman í framhaldsskóla á sömu braut. Við lærðum saman fyrir jólaprófin og fljótlega fórum við að hittast.

Allt gerist frekar hratt og það leið ekki mánuður þegar hann sagðist elska mig. Þetta var svo nýtt fyrir mér og spennandi, ég hafði aldrei átt kærasta áður.

Honum langaði fljótlega að sofa hjá mér. Ég hafði aldrei sofið hjá. Ég vildi það ekki. Ekki strax. Ég man ekki hvað ég gat sagt nei við hann oft. Það var ekki oft. Hann reyndi alltaf á hverju kvöldi sem við vorum saman. Hann virti það ekki að ég var ekki til í þetta. Svo kom að því að ég gat ekki sagt meira nei við hann. En ég sagði ekki já.

Mér fannst kynlífið ekkert sérstakt en hann fílaði þetta í botn. Þetta endurtók sig aftur og aftur og aftur. Til að byrja með reyndi ég að segja nei, en hann byrjaði þá bara rólega, fór að strjúka mér á maganum og vann sig svo rólega niður, þið vitið framhaldið.

Í þau fáu skipti sem ég gat sagt nei og fengið hann til að hætta, fór hann í fýlu og lét mér líða illa yfir því. Þetta var alltaf allt mér að kenna. Hann sagði oft „Ég er bara strákur og hef mínar þarfir.“

Ég hef ekki tölu á því hversu oft hann svaf hjá mér án samþykkis.

Þetta gekk á í rúmt hálft ár.

Ég var farin að forðast hann án þess að gera mér grein fyrir því. Ég vildi aldrei gista hjá honum og vildi ekki að hann kæmi heim. Ég bjó til alls konar afsakanir til að þurfa ekki að hitta hann. En við vorum saman í skóla, á sömu braut og mikið í sömu tímum.

Ég þakka fyrir það að ég opnaði augun einn daginn og sá að þetta var allt saman rangt. Og náði að losa mig úr þessu sambandi.

Ég hélt að þetta væri eðlilegt samband svo ég fór ekki á Stígamót fyrr en tveimur og hálfu ári seinna, þá hafði ég kynnst þáverandi kærastanum mínum. Hann sýndi mér hvernig það er að vera í venjulegu sambandi. Ég þakka fyrir það á hverjum degi að hann sendi mig á Stígamót.

Ég hef ekkert rætt þetta við hann, ég held að hann geri sér ekki grein fyrir því hvað hann gerði mér og hvaða áhrif þetta hefur á mig ennþá í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Real Madrid breytti nafninu án þess að segja stuðningsmönnum

Real Madrid breytti nafninu án þess að segja stuðningsmönnum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Faðir leikmanns Liverpool fluttur á sjúkrahús

Faðir leikmanns Liverpool fluttur á sjúkrahús
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester City gefst upp í baráttunni

Manchester City gefst upp í baráttunni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Reyndi að skila bók á bókasafnið hálfri öld of seint – Safnar nú fyrir „sektinni“

Reyndi að skila bók á bókasafnið hálfri öld of seint – Safnar nú fyrir „sektinni“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.