Það gerðu þær til að sýna samstöðu eftir að þær urðu vitni af því að nokkrir strákar í bekknum þeirra kölluðu aðra stelpu druslu á netinu.
Stelpur úr skólanum hafa lent í því að vera beðnar um að „klæða sig betur“ í tíma þegar þær hafa verið á bolnum, og í þau skipti af karlkyns kennara. Þær eru því orðnar þreyttar á því að líkamar þeirra, 15 ára stelpna, séu hlutgerðir og að þeim beri einhver „skylda“ til að hylja sig til að vera ekki óviðeigandi. Þær hafa verið beðnar að klæða sig betur þegar þær hafa verið á bolnum.
Það er frábært að 15 ára stelpur í dag séu svona meðvitaðar um þeirra réttindi og standi við bakið á hverri annarri.